Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 17:58 Fréttablaðið/Stefán Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. Fiskistofa sér um eftirlit vigtunar hér á landi Ríkisendurskoðun segir það eftirlit takmarkað og segir að efast megi um að það skili ætluðum árangri. Þá er eftirlit með brottkasti ekki nægjanlegt. Árin 2013 til 2017 hafði Fiskistofa eftirlit með vigtun minna en hálfs prósents landaðs afla. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis og í kjölfar þáttar Kveiks þar sem fjallað var um brottkast.„Núverandi fyrirkomulag vigtunar leyfir í raun umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns á sama tíma og Fiskistofa hefur ekki sinnt skilvirku eftirliti. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að grípa til markvissra ráðstafana til að bæta úr þessu og tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit með vigtun og skráningu sjávarafla,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur Fiskistofu segja stofnunina vera og hafa verið undirmannaða. Ekki sé hægt að sinna öllu því eftirliti sem Fiskistofa eigi að gera með þeim fáu starfsmönnum sem þar vinni og vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Þá segja þeir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um stjórn fiskveiða sem snúa að hámarks aflahlutdeild. Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 24 prósent frá 2008. „Augljóst er að mati Fiskistofu, að fjölga þarf veiðieftirlitsmönnum og endurskoða regluverkið,“ segir í viðbrögðum Fiskistofu í skýrslunni Þá vilja stjórnendur Fiskistofu að skoðað verði að færa vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. „Til að Fiskistofa geti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti þarf að ráðast í ýmsar úrbætur. Mikilvægt er að skilgreind verði skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu, að mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð. Í þeirri vinnu þarf m.a. að endurskoða fjölda þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti, taka skýra afstöðu til þeirra vandkvæða sem hafa háð eftirliti stofnunarinnar og leysa úr þeim.“ Verði ekki brugðist við segir Ríkisendurskoðun að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verði áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. Fiskistofa sér um eftirlit vigtunar hér á landi Ríkisendurskoðun segir það eftirlit takmarkað og segir að efast megi um að það skili ætluðum árangri. Þá er eftirlit með brottkasti ekki nægjanlegt. Árin 2013 til 2017 hafði Fiskistofa eftirlit með vigtun minna en hálfs prósents landaðs afla. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis og í kjölfar þáttar Kveiks þar sem fjallað var um brottkast.„Núverandi fyrirkomulag vigtunar leyfir í raun umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns á sama tíma og Fiskistofa hefur ekki sinnt skilvirku eftirliti. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að grípa til markvissra ráðstafana til að bæta úr þessu og tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit með vigtun og skráningu sjávarafla,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur Fiskistofu segja stofnunina vera og hafa verið undirmannaða. Ekki sé hægt að sinna öllu því eftirliti sem Fiskistofa eigi að gera með þeim fáu starfsmönnum sem þar vinni og vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Þá segja þeir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um stjórn fiskveiða sem snúa að hámarks aflahlutdeild. Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 24 prósent frá 2008. „Augljóst er að mati Fiskistofu, að fjölga þarf veiðieftirlitsmönnum og endurskoða regluverkið,“ segir í viðbrögðum Fiskistofu í skýrslunni Þá vilja stjórnendur Fiskistofu að skoðað verði að færa vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. „Til að Fiskistofa geti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti þarf að ráðast í ýmsar úrbætur. Mikilvægt er að skilgreind verði skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu, að mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð. Í þeirri vinnu þarf m.a. að endurskoða fjölda þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti, taka skýra afstöðu til þeirra vandkvæða sem hafa háð eftirliti stofnunarinnar og leysa úr þeim.“ Verði ekki brugðist við segir Ríkisendurskoðun að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verði áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira