Guðmundur: Hafði ekki húmor fyrir öllu sem að gerðist þarna Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 14:20 Guðmundur Guðmundsson vill hafa hlutina fullkomna. vísir/Getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Makedóníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlum HM 2019 í handbolta í dag klukkan 17.00. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki; hafa unnið bæði Japan og Barein en tapað fyrir stórliðum Spánar og Króatíu. Ísland er með betri markamun og nægir jafntefli til að fara áfram í dag. Makedóníumenn eru sterkir og hafa mikið beitt þeirri leikaðferð að taka markvörðinn úr markinu og spila sjö á móti sex í sóknarleiknum. Með því geta þeir neglt íslensku vörnina niður á sex metrana í dag og leyft skyttunum sínum að fara meira í loftið. Gallinn við sjö á móti sex er aftur á móti að hver sóknarfeill er mun dýrari því markið er autt hinum megin og er hægt að fá á sig aragrúa af mörkum í bakið séu menn ekki að nýta sóknirnar. Það má búast við því að okkar menn muni fá tækifæri til að skora í autt markið og þá er eins gott að vanda sig því Guðmundur Guðmundsson hefur ekki gaman að misheppnuðum langskotum eða tæpum sendingum fram völlinn. Það sást best á móti Barein þegar að hann starði svo illilega á Björgvin Pál Gústavsson, markvörð íslenska liðsins, að Björgvin þorði ekki að líta á Guðmund. Björgvin hafði þá kastað boltanum yfir allan völlinn og yfir mark Barein. Ísland var samt fimmtán mörkum yfir. „Mér fannst bara ekki þörf á þessu. Það er oft betra að taka eina millisendingu og skjóta svo í markið,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í vikunni aðspurður um þetta atvik og almennt þá list að skora í autt mark andstæðingsins. „Ég ætla nú ekki að fara eitthvað nánar út í það sem að fram fór en ég hafði ekki húmor fyrir öllu sem gerðist þarna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Makedóníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlum HM 2019 í handbolta í dag klukkan 17.00. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki; hafa unnið bæði Japan og Barein en tapað fyrir stórliðum Spánar og Króatíu. Ísland er með betri markamun og nægir jafntefli til að fara áfram í dag. Makedóníumenn eru sterkir og hafa mikið beitt þeirri leikaðferð að taka markvörðinn úr markinu og spila sjö á móti sex í sóknarleiknum. Með því geta þeir neglt íslensku vörnina niður á sex metrana í dag og leyft skyttunum sínum að fara meira í loftið. Gallinn við sjö á móti sex er aftur á móti að hver sóknarfeill er mun dýrari því markið er autt hinum megin og er hægt að fá á sig aragrúa af mörkum í bakið séu menn ekki að nýta sóknirnar. Það má búast við því að okkar menn muni fá tækifæri til að skora í autt markið og þá er eins gott að vanda sig því Guðmundur Guðmundsson hefur ekki gaman að misheppnuðum langskotum eða tæpum sendingum fram völlinn. Það sást best á móti Barein þegar að hann starði svo illilega á Björgvin Pál Gústavsson, markvörð íslenska liðsins, að Björgvin þorði ekki að líta á Guðmund. Björgvin hafði þá kastað boltanum yfir allan völlinn og yfir mark Barein. Ísland var samt fimmtán mörkum yfir. „Mér fannst bara ekki þörf á þessu. Það er oft betra að taka eina millisendingu og skjóta svo í markið,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í vikunni aðspurður um þetta atvik og almennt þá list að skora í autt mark andstæðingsins. „Ég ætla nú ekki að fara eitthvað nánar út í það sem að fram fór en ég hafði ekki húmor fyrir öllu sem gerðist þarna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00