Hægt að standa í þeim bestu ef menn æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 11:30 Elvar Örn Jónsson hefur spilað frábærlega á HM. vísir/getty Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30