Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 19:30 Dagur Sigurðsson hefur gaman að því að þjálfa Japan. vísir/tom Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00