Evrópumeistarar Spánverja þurftu að hafa mikið fyrir því að sigra lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu á HM í handbolta í kvöld.
Japanir, sem höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og náðu að koma í veg fyrir að Spánverjar skoruðu þar til á 9. mínútu er Raul Entrerrios skoraði loks fyrsta mark Spánar.
Spánverjar náðu þá að jafna í 4-4 og leikurinn var í járnum alveg þar til flautað var til hálfleiks. Þá var staðan orðin 10-11 Japan í vil.
Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn á 6-1 kafla og var staðan allt í einu orðin 16-12. Þar var grunnurinn að sigrinum kominn, Japanarnir héldu áfram að spila gríðarlega vel og þeir héngu í þeim spænsku allt til leiksloka en náðu ekki að koma með áhlaupið sem þurfti. Lokatölur 26-22 fyrir Spán.
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu áttu ekki í neinum vandræðum með Angóla og unnu 37-19 sigur.
Frakkar völtuðu yfir Kóreu í A-riðli 34-23 eftir að staðan hafði verið 17-16 í hálfleik.
Þegar þremur umferðum af fimm í riðlakeppninni er lokið er staðan því svona:
A riðill
Frakkland, 6 stig
Þýskaland, 5 stig
Rússland, 4 stig
Brasilía, 2 stig
Serbía, 1 stig
Kórea, 0 stig
B riðill
Króatía, 6 stig
Spánn, 6 stig
Makedónía, 4 stig
Ísland, 2 stig
Japan, 0 stig
Barein, 0 stig
C riðill
Danmörk, 6 stig
Noregur, 6 stig
Austurríki, 2 stig
Túnis, 2 stig
Síle, 2 stig
Sádi Arabía, 0 stig
D riðill
Svíþjóð, 6 stig
Ungverjaland, 5 stig
Katar, 2 stig
Egyptaland, 2 stig
Angóla, 2 stig
Argentína, 1 stig
Strákarnir hans Dags frábærir gegn Spáni en það dugði ekki til
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn