Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 16:37 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09
Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26
Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27
Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26