Parkey klúðraði sparkinu á ögurstundu í leiknum gegn Philadelphia Eagles og Bears féll úr leik. Spark Parkey fór í báðar slárnar og svo út. Við nánari athugun kom í ljós að varnarmaður Philadelphia náði þess utan að slæma hönd í boltann.
Það var erfiður dagur fyrir stuðningsmenn Bears og margir kenndu Parkey um að lífi þeirra væri nánast lokið. Slík voru vonbrigðin.
Bjórframleiðandinn Goose Island ákvað að bjóða stuðningsmönnum Bears í heimsókn og leyfa þeim að reyna við 43 jarda spark. Það voru líka verðlaun í boði.
Þeir sem hittu af þessu færi fengu miða á leik á næsta ári með öllu inniföldu. Það gaf þeim líka tækifæri til þess að reyna sig við 65 jarda spark og fá þannig miða á Super Bowl.
Það er skemmst frá því að segja að ekki einn einasti maður var nálægt því að drífa á markið í snjónum í Chicago. Tilþrifin aftur á móti stórkostleg eins og sjá má hér að neðan.
As hard as they tried, there were zero Adam Vinatieris today in the @GooseIsland#FieldGoalChallenge. pic.twitter.com/pRlNA5oKhy
— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) January 12, 2019
First kicker, who got here 5 hours before the event, starts with this.. it’s going to be a long day pic.twitter.com/7tjLuSuH0u
— Madeline Kenney (@madkenney) January 12, 2019
Jeans and dress shoes, that’s how you do it boys. pic.twitter.com/GOdNrh2N7C
— Madeline Kenney (@madkenney) January 12, 2019
There’s always that one guy pic.twitter.com/9z5HznLoBl
— Madeline Kenney (@madkenney) January 12, 2019
Just a little slick pic.twitter.com/5dVGCsOhLz
— Madeline Kenney (@madkenney) January 12, 2019
“Let’s go dad!” pic.twitter.com/toBTgkhvvm
— Madeline Kenney (@madkenney) January 12, 2019