Man eftir fyrsta högginu þegar að hann þurfti að fara að venjast því að tapa Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 14. janúar 2019 14:30 Dagur Sigurðsson ræðir við fjölmiðla eftir tapið gegn Makedóníu. vísir/tom Dagur Sigurðsson er búinn að tapa báðum leikjum sínum með Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir að spilamennska liðsins hefur orðið betri undir hans stjórn er langt í land í baráttunni við mörg Evrópuliðin. Dagur hefur verið fullkomlega hreinskilinn með stöðu Japan á mótinu og sömuleiðis við strákana sína sem spila miklu fleiri leiki en þeir eru vanir á hverju ári. „Nú er ég búinn að vera með þá í tvö ár og ég er búinn að sýna þeim fram á það hvar við stöndum í staðinn fyrir að segja þeim hvar þeir eru. Áður en ég tók við liðinu spilaði Japan tíu leiki á ári og þá segir sig sjálft að þú tapar ekkert rosalega mörgum leikjum,“ segir Dagur.Dagur hefur unnið marga tilta á ferlinum.vísir/gettyFór strax að vinna „Eftir að ég tók við erum við að spila hátt í 30 leiki á ári og meira við evrópsku liðin ef eitthvað er og því höfum við tapað alveg helling af leikjum. Það fer bara í reynslubankann og þá veit maður hvar maður stendur,“ segir hann. Dagur er rosalega vanur því að vinna leiki og titla. Hann var í frábæru liði Vals í byrjun meistaraflokksára sinna og varð t.a.m. Íslandsmeistari fjögur ár í röð. Hann upplifði sigursæla tíma sem spilandi þjálfari í Austurríki með Füchse Berlín í Þýskalandi og svo varð hann Evrópumeistari með Þýskaland árið 2016. Það er stór munur á því að þjálfa bestu leikmenn heims sem framkvæma meira og minna allt sem þú biður þá um að gera en að stýra svo Japan en þetta er eitthvað sem Dagur vissi að sjálfsögðu áður en að hann tók við.Það er erfiðara að þjálfa Japan en Þýskaland.vísir/tomLiðið brotnaði „Ég man alveg hvenær fyrsta svona höggið kom. Það var þegar að ég var enn þá leikmaður. Ég var búinn að vinna mikið með Val í meistaraflokki en svo förum við Óli til Wuppertal. Við byrjuðum í annarri deild en komumst strax upp og unnum þar af leiðandi mikið af leikjum þá,“ segir Dagur. „Fyrsta árið í efstu deild gekk vel. Við vorum mjög góðir. Árið eftir brotnaði liðið og ég man að ég var þá orðinn fyrirliðinn Wuppertal og þá tók töluvert á mig þegar að við byrjuðum að tapa. Þetta er öðruvísi.“ „Þetta er öðruvísi að því leytinu til að ég var algjörlega innstilltur á þetta. Ég gerði langtíma samning þannig að ég gæti unnið í því sjálfur að stilla mig inn á það, að taka þennan slag. Ég var orðinn þreyttur á hinu, kannski ekkert að vinna en þreyttur á umhverfinu og ég sé ekkert eftir þessu,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Man eftir fyrsta högginu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30 Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Dagur Sigurðsson er búinn að tapa báðum leikjum sínum með Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir að spilamennska liðsins hefur orðið betri undir hans stjórn er langt í land í baráttunni við mörg Evrópuliðin. Dagur hefur verið fullkomlega hreinskilinn með stöðu Japan á mótinu og sömuleiðis við strákana sína sem spila miklu fleiri leiki en þeir eru vanir á hverju ári. „Nú er ég búinn að vera með þá í tvö ár og ég er búinn að sýna þeim fram á það hvar við stöndum í staðinn fyrir að segja þeim hvar þeir eru. Áður en ég tók við liðinu spilaði Japan tíu leiki á ári og þá segir sig sjálft að þú tapar ekkert rosalega mörgum leikjum,“ segir Dagur.Dagur hefur unnið marga tilta á ferlinum.vísir/gettyFór strax að vinna „Eftir að ég tók við erum við að spila hátt í 30 leiki á ári og meira við evrópsku liðin ef eitthvað er og því höfum við tapað alveg helling af leikjum. Það fer bara í reynslubankann og þá veit maður hvar maður stendur,“ segir hann. Dagur er rosalega vanur því að vinna leiki og titla. Hann var í frábæru liði Vals í byrjun meistaraflokksára sinna og varð t.a.m. Íslandsmeistari fjögur ár í röð. Hann upplifði sigursæla tíma sem spilandi þjálfari í Austurríki með Füchse Berlín í Þýskalandi og svo varð hann Evrópumeistari með Þýskaland árið 2016. Það er stór munur á því að þjálfa bestu leikmenn heims sem framkvæma meira og minna allt sem þú biður þá um að gera en að stýra svo Japan en þetta er eitthvað sem Dagur vissi að sjálfsögðu áður en að hann tók við.Það er erfiðara að þjálfa Japan en Þýskaland.vísir/tomLiðið brotnaði „Ég man alveg hvenær fyrsta svona höggið kom. Það var þegar að ég var enn þá leikmaður. Ég var búinn að vinna mikið með Val í meistaraflokki en svo förum við Óli til Wuppertal. Við byrjuðum í annarri deild en komumst strax upp og unnum þar af leiðandi mikið af leikjum þá,“ segir Dagur. „Fyrsta árið í efstu deild gekk vel. Við vorum mjög góðir. Árið eftir brotnaði liðið og ég man að ég var þá orðinn fyrirliðinn Wuppertal og þá tók töluvert á mig þegar að við byrjuðum að tapa. Þetta er öðruvísi.“ „Þetta er öðruvísi að því leytinu til að ég var algjörlega innstilltur á þetta. Ég gerði langtíma samning þannig að ég gæti unnið í því sjálfur að stilla mig inn á það, að taka þennan slag. Ég var orðinn þreyttur á hinu, kannski ekkert að vinna en þreyttur á umhverfinu og ég sé ekkert eftir þessu,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Man eftir fyrsta högginu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30 Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00
Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00
Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30
Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00