Meistararnir úr leik þrátt fyrir draumabyrjun: Brady og Brees fóru áfram með sín lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 08:30 Tom Brady er einu skrefi nær sjötta meistaratitlinum. Getty/Maddie Meyer New Orleans Saints og New England Patriots tryggðu sér í nótt sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en þau gerðu það vissulega með mjög ólíkum hætti. New England Patriots rúllaði upp liði Los Angeles Charges 41-28 en New Orleans Saints þurfti að koma til baka á móti meisturum Philadelphia Eagles eftir martraðarbyrjun og vann á endanum 20-14. Nú eru bara fjögur lið eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lið Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams komust áfram á laugardaginn. Kansas City Chiefs og New England Patriots mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast New Orleans Saints og Los Angeles Rams.FINAL: The @Patriots defeat the Chargers in the Divisional Round! #NFLPlayoffs#EverythingWeGot (by @Lexus) pic.twitter.com/ZbkDr7HL1T — NFL (@NFL) January 13, 2019Sigur New England Patriots var eiginlega aldrei í hættu eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem Tom Brady og félagar skoruðu snertimörk í fimm af fyrstu sex sóknum sínum og voru komnir með 35-7 forystu í hálfleik. Patriots komst með þessum sigri í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar áttunda árið í röð sem er magnað afrek. Leikstjórnandinn Tom Brady og þjálfarinn Bill Belichick eru þar með að fara í þrettánda úrslitaleikinn í Ameríkudeildinni en þeir eru að elta sjötta meistaratitilinn sinn. Nýliðinn og hlauparinn Sony Michel skoraði þrjú snertimörk fyrir New England Patriots í leiknum en hin snertimörkin skoruðu Phillip Dorsett og Rex Burkhead.SONY x 2@flyguy2stackz scores his second TD to give the @Patriots the lead! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs : #LACvsNE on CBS pic.twitter.com/jnILE89ykQ — NFL (@NFL) January 13, 2019 Patriots vann þar með alla níu heimaleiki sína á tímabilinu en nú þarf liðið að vinna á útivelli ætli það að ná í titilinn í ár. Það hefur ekki gengið nærri því eins vel í vetur.FINAL: The @Saints defeat the Eagles in the Divisional Round! #HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/AmHgD4yGFn — NFL (@NFL) January 14, 2019Það gekk allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá New Orleans Saints þrátt fyrir að liðið væri á heimavelli og mun sigurstranglegra en lið Philadelphia Eagles. NFL-meistarar Philadelphia Eagles rétt skriðu inn í úrslitakeppnina og slógu síðan Chicago Bears út um síðustu helgi. Það stefndi því í nýtt ævintýri hjá Örnunum þegar liðið komst í 14-0 í upphafi leiks. Einn öruggasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Drew Brees, kastaði boltanum frá sér í fyrsta kasti leiksins og heimamenn komust ekkert áfram gegn vörn Philadelphia Eagles. New Orleans Saints liðið hrökk hinsvegar í gang rétt fyrir hálfleik og tókst að minnka muninn í 14-10 fyrir hálfleik. Liðið byggði síðan ofan á það í seinni hálfleiknum og tókst að landa sigri. Útherjinn Alshon Jeffery hjá Eagles fór reyndar illa með góða sendingu Nick Foles á lokamínútunum og úr varð tapaður bolti þegar allt stefndi í að Eagles væri að fara að skora. Saint slapp með skrekkinn og tókst að tryggja sér sigurinn. Drew Brees átti tvær snertimarkssendingar og varnarmaðurinn Marcus Lattimore komst inn í tvær sendingar frá leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Útherjinn Michael Thomas átti frábæran leik í liði New Orleans Saint en hann skoraði eitt snertimark og greip alls tólf sendingar frá Drew Brees.12 catches, 171 yards and a TD. Every @Cantguardmike catch from the Divisional Round! #NFLPlayoffs#HomeInTheDomepic.twitter.com/uFkr4HTrQq — NFL (@NFL) January 14, 2019Nick Foles hafði leitt Philadelphia Eagles liðið til sigurs í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppninni en nú var lukkubankinn tæmdur og Ernirnir ná því ekki að verja titilinn í ár. Úrslitaleikir deildanna fara fram á sunnudaginn kemur."Not done yet!" - @Cantguardmike#HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/tYES6kQmP1 — NFL (@NFL) January 14, 2019 NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Sjá meira
New Orleans Saints og New England Patriots tryggðu sér í nótt sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en þau gerðu það vissulega með mjög ólíkum hætti. New England Patriots rúllaði upp liði Los Angeles Charges 41-28 en New Orleans Saints þurfti að koma til baka á móti meisturum Philadelphia Eagles eftir martraðarbyrjun og vann á endanum 20-14. Nú eru bara fjögur lið eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lið Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams komust áfram á laugardaginn. Kansas City Chiefs og New England Patriots mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast New Orleans Saints og Los Angeles Rams.FINAL: The @Patriots defeat the Chargers in the Divisional Round! #NFLPlayoffs#EverythingWeGot (by @Lexus) pic.twitter.com/ZbkDr7HL1T — NFL (@NFL) January 13, 2019Sigur New England Patriots var eiginlega aldrei í hættu eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem Tom Brady og félagar skoruðu snertimörk í fimm af fyrstu sex sóknum sínum og voru komnir með 35-7 forystu í hálfleik. Patriots komst með þessum sigri í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar áttunda árið í röð sem er magnað afrek. Leikstjórnandinn Tom Brady og þjálfarinn Bill Belichick eru þar með að fara í þrettánda úrslitaleikinn í Ameríkudeildinni en þeir eru að elta sjötta meistaratitilinn sinn. Nýliðinn og hlauparinn Sony Michel skoraði þrjú snertimörk fyrir New England Patriots í leiknum en hin snertimörkin skoruðu Phillip Dorsett og Rex Burkhead.SONY x 2@flyguy2stackz scores his second TD to give the @Patriots the lead! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs : #LACvsNE on CBS pic.twitter.com/jnILE89ykQ — NFL (@NFL) January 13, 2019 Patriots vann þar með alla níu heimaleiki sína á tímabilinu en nú þarf liðið að vinna á útivelli ætli það að ná í titilinn í ár. Það hefur ekki gengið nærri því eins vel í vetur.FINAL: The @Saints defeat the Eagles in the Divisional Round! #HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/AmHgD4yGFn — NFL (@NFL) January 14, 2019Það gekk allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá New Orleans Saints þrátt fyrir að liðið væri á heimavelli og mun sigurstranglegra en lið Philadelphia Eagles. NFL-meistarar Philadelphia Eagles rétt skriðu inn í úrslitakeppnina og slógu síðan Chicago Bears út um síðustu helgi. Það stefndi því í nýtt ævintýri hjá Örnunum þegar liðið komst í 14-0 í upphafi leiks. Einn öruggasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Drew Brees, kastaði boltanum frá sér í fyrsta kasti leiksins og heimamenn komust ekkert áfram gegn vörn Philadelphia Eagles. New Orleans Saints liðið hrökk hinsvegar í gang rétt fyrir hálfleik og tókst að minnka muninn í 14-10 fyrir hálfleik. Liðið byggði síðan ofan á það í seinni hálfleiknum og tókst að landa sigri. Útherjinn Alshon Jeffery hjá Eagles fór reyndar illa með góða sendingu Nick Foles á lokamínútunum og úr varð tapaður bolti þegar allt stefndi í að Eagles væri að fara að skora. Saint slapp með skrekkinn og tókst að tryggja sér sigurinn. Drew Brees átti tvær snertimarkssendingar og varnarmaðurinn Marcus Lattimore komst inn í tvær sendingar frá leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Útherjinn Michael Thomas átti frábæran leik í liði New Orleans Saint en hann skoraði eitt snertimark og greip alls tólf sendingar frá Drew Brees.12 catches, 171 yards and a TD. Every @Cantguardmike catch from the Divisional Round! #NFLPlayoffs#HomeInTheDomepic.twitter.com/uFkr4HTrQq — NFL (@NFL) January 14, 2019Nick Foles hafði leitt Philadelphia Eagles liðið til sigurs í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppninni en nú var lukkubankinn tæmdur og Ernirnir ná því ekki að verja titilinn í ár. Úrslitaleikir deildanna fara fram á sunnudaginn kemur."Not done yet!" - @Cantguardmike#HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/tYES6kQmP1 — NFL (@NFL) January 14, 2019
NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Sjá meira