Hvað trompar lýðheilsu? Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Það er ekki augljóst hver munurinn er á því að tala um lýðheilsu og einfaldlega bara heilsu, en ég geri ráð fyrir að með því að tala um lýðheilsu og markmið um betri lýðheilsu sé átt við eitthvað sem skapar almennt betri heilsu. Það er verið að ræða um eitthvað sem gerir lífið betra fyrir ótrúlega marga í einu. Sumir myndu segja að þetta ætti að vera markmiðið í stjórnmálum. Að gera lífið betra fyrir mjög marga í einu. Helst alla. Þetta mistekst oft. Sumir segja að í stjórnmálum takist mönnum yfirleitt á einhvern ótrúlegan hátt, hvað eftir annað, að gera lífið verra fyrir mjög marga í einu. Málið er það, að oft blasir ekki fyllilega við hvað er fólki fyrir bestu, hvað bætir lífið. Það er hægt að taka arfaslakar ákvarðanir í þeim efnum. Sérstaklega finnst mér misheppnað þegar forystufólk ætlar sér að taka heilsufarsákvarðanir fyrir alla aðra. Ég held að það sé ekki hægt að bæta heiminn með forræðishyggju nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvatning og fræðsla, í frjálsu og upplýstu samfélagi þar sem fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, er betri blanda. Lög um skokk væru til dæmis fásinna. Að því sögðu blasir þó hitt líka við: Sumt þarf að ákveða. Það er ekkert annað í boði. Við getum ekki bæði haft vinstri og hægri umferð. Það verður að vera annað hvort. Sama gildir um klukkuna. Hún þarf að vera stillt einhvern veginn.Nýjar rannsóknir Árið 1968 var ákveðið á Íslandi að hafa klukkuna stillta þannig að birta í síðdeginu yrði meiri yfir árið heldur en birta á morgnana. Jafnframt fannst fólki í viðskiptalífinu fínt að vera nálægt Evrópu í tíma, ef senda ætti telefax. Sumartími var festur í sessi. Fólk sem stundar til dæmis golf síðdegis á haustin og snemma á vorin nýtur góðs af þessu. Fólk sem vill grilla síðdegis í dagsbirtu getur gert það oftar yfir árið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum dásemdum. Á síðari árum hefur hins vegar komið í ljós, og það er stutt rannsóknum sem nýverið fengu Nóbelsverðlaunin, að það sem skiptir mestu, þegar kemur að klukkunni, er að klukkan á úlnliðnum sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna. Þegar sólin er hæst á lofti yfir daginn, þá á klukkan að vera sem næst því að slá tólf, en ekki hálf tvö eins og nú er. Ef opinbera klukkan er vanstillt, hefur það margvísleg slæm líkamleg og andleg áhrif.Þreytt þjóð Nefnd sérfræðinga, sem nú hefur skilað skýrslu um þetta mál, og mælt sterklega með klukkubreytingu, er miklu betri í að rekja vísindin á bak þetta en nokkurn tímann ég. Veruleikinn segir hins vegar sína sögu. Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist. Íslendingar hafa verið rændir eðlilegum svefni síðan 1968. Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?Myrkraöflin Hvað mælir þá gegn því að breyta klukkunni, og hafa klukkuna stillta í samræmi við náttúruna, líkamsstarfsemi og stöðu landsins á jarðkringlunni? Einhvern veginn þarf hún að vera, og hvers vegna þá ekki þannig? Hér virðist hafa skapast dauðafæri til að bæta líf ótrúlega margra í einu, með einni ákvörðun. Hvað hindrar? Ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um klukkubreytingu á þingi. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru því sem ég hef lagt fram og talað fyrir á lífsleiðinni. Frá örfáum aðilum. Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt. Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki augljóst hver munurinn er á því að tala um lýðheilsu og einfaldlega bara heilsu, en ég geri ráð fyrir að með því að tala um lýðheilsu og markmið um betri lýðheilsu sé átt við eitthvað sem skapar almennt betri heilsu. Það er verið að ræða um eitthvað sem gerir lífið betra fyrir ótrúlega marga í einu. Sumir myndu segja að þetta ætti að vera markmiðið í stjórnmálum. Að gera lífið betra fyrir mjög marga í einu. Helst alla. Þetta mistekst oft. Sumir segja að í stjórnmálum takist mönnum yfirleitt á einhvern ótrúlegan hátt, hvað eftir annað, að gera lífið verra fyrir mjög marga í einu. Málið er það, að oft blasir ekki fyllilega við hvað er fólki fyrir bestu, hvað bætir lífið. Það er hægt að taka arfaslakar ákvarðanir í þeim efnum. Sérstaklega finnst mér misheppnað þegar forystufólk ætlar sér að taka heilsufarsákvarðanir fyrir alla aðra. Ég held að það sé ekki hægt að bæta heiminn með forræðishyggju nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvatning og fræðsla, í frjálsu og upplýstu samfélagi þar sem fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, er betri blanda. Lög um skokk væru til dæmis fásinna. Að því sögðu blasir þó hitt líka við: Sumt þarf að ákveða. Það er ekkert annað í boði. Við getum ekki bæði haft vinstri og hægri umferð. Það verður að vera annað hvort. Sama gildir um klukkuna. Hún þarf að vera stillt einhvern veginn.Nýjar rannsóknir Árið 1968 var ákveðið á Íslandi að hafa klukkuna stillta þannig að birta í síðdeginu yrði meiri yfir árið heldur en birta á morgnana. Jafnframt fannst fólki í viðskiptalífinu fínt að vera nálægt Evrópu í tíma, ef senda ætti telefax. Sumartími var festur í sessi. Fólk sem stundar til dæmis golf síðdegis á haustin og snemma á vorin nýtur góðs af þessu. Fólk sem vill grilla síðdegis í dagsbirtu getur gert það oftar yfir árið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum dásemdum. Á síðari árum hefur hins vegar komið í ljós, og það er stutt rannsóknum sem nýverið fengu Nóbelsverðlaunin, að það sem skiptir mestu, þegar kemur að klukkunni, er að klukkan á úlnliðnum sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna. Þegar sólin er hæst á lofti yfir daginn, þá á klukkan að vera sem næst því að slá tólf, en ekki hálf tvö eins og nú er. Ef opinbera klukkan er vanstillt, hefur það margvísleg slæm líkamleg og andleg áhrif.Þreytt þjóð Nefnd sérfræðinga, sem nú hefur skilað skýrslu um þetta mál, og mælt sterklega með klukkubreytingu, er miklu betri í að rekja vísindin á bak þetta en nokkurn tímann ég. Veruleikinn segir hins vegar sína sögu. Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist. Íslendingar hafa verið rændir eðlilegum svefni síðan 1968. Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?Myrkraöflin Hvað mælir þá gegn því að breyta klukkunni, og hafa klukkuna stillta í samræmi við náttúruna, líkamsstarfsemi og stöðu landsins á jarðkringlunni? Einhvern veginn þarf hún að vera, og hvers vegna þá ekki þannig? Hér virðist hafa skapast dauðafæri til að bæta líf ótrúlega margra í einu, með einni ákvörðun. Hvað hindrar? Ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um klukkubreytingu á þingi. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru því sem ég hef lagt fram og talað fyrir á lífsleiðinni. Frá örfáum aðilum. Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt. Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu?
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun