Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 06:30 Guðmundur Guðmundsson þjálfari í leiknum í gær. Getty/ Carsten Harz Ísland hefur beðið ósigur í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, en í gær voru það Spánverjar höfðu betur 32-25 í leik liðanna í annarri umferð B-riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og hélt í við Spánverja fram í miðbik fyrri hálfleiks, en þá skildi leiðir og Spánn fór með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, en góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar leiddi til marka úr hraðaupphlaupum og staðan eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik 19-16 Spáni í vil. Þá hrökk spænska liðið hins vegar aftur í gang og nýtti sér all þau mistök sem íslenska liðið gerði bæði í varnarleik og sóknarleik. Niðurstaðan sjö marka sigur sem var þó full stór miðað við þróun leiksins. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, var álitsgjafi Fréttablaðsins að þessu sinni, en hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins að mörgu leyti. Honum fannst hins vegar munurinn of mikill í lokin og mistökin sem ungt og óreynt lið Íslands gerði voru dýrkeypt. Hann var ánægður með leik Ólafs Andrésar Guðmundssonar og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, en svo fórum við að fá ódýrar brottvísanir og þeir nýttu yfirtöluna afskaplega vel. Við vorum svo ekki að ná upp nógu góðri hjálparvörn í varnarleiknum og þeir nýttu klókindi sín til þess að galopna vörnina trekk í trekk. Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í íslenska markið sem veitti okkur líflínu, en tæknifeilar á þeim kafla þar sem við vorum að saxa forskotið urðu okkur að falli,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Það má svo ekki gleyma því að við vorum að etja kappi við gríðarlega sterkt lið með ógnvænlega breidd í sínum leikmannahópi. Þeir gátu rúllað á leikmönnum eins og Daniel Sarmiento, Raúl Entrerríos, Ángel Fernández, Joan Canellas og Alex og Daniel Dujshebaev í útilínunni hjá sér. Þetta eru allt leikmenn í hæsta gæðaflokki sem kæmust í hvaða landslið sem er. Það munar miklu að geta skipt mínútum á milli svona góðra leikmanna,“ sagði Halldór Jóhann um andstæðinginn að þessu sinni. „Það var jákvætt að sjá Ólaf Guðmundsson láta til sín taka og mér fannst gaman að sjá hvað Gísli Þorgeir var óhræddur og skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum. Mér fannst markvarslan líka fín á köflum, en það vantaði herslumuninn í varnarleiknum og aðeins meiri aga í sóknarleiknum til þess að fá eitthvað út úr þessum. Mér fannst frammistaðan bæði í þessum leik og í leiknum gegn Króatíu hins vegar heilt yfir fín. Við vorum að spila með útilínu sem hafði að geyma leikmenn um tvítugt í öllum stöðum og þeir stóðu sig bara feikilega vel. Teitur Örn Einarsson minnti á sig þær mínútur sem hann spilaði. Við erum í uppbyggingarfasa með þetta lið og þetta er allt á réttri leið. Menn læra af þeim mistökum sem þeir eru að gera og laga það sem upp á vantar til þess að komast nær jafn sterkum þjóðum þjóðum og Spánn er,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland hefur beðið ósigur í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, en í gær voru það Spánverjar höfðu betur 32-25 í leik liðanna í annarri umferð B-riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og hélt í við Spánverja fram í miðbik fyrri hálfleiks, en þá skildi leiðir og Spánn fór með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, en góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar leiddi til marka úr hraðaupphlaupum og staðan eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik 19-16 Spáni í vil. Þá hrökk spænska liðið hins vegar aftur í gang og nýtti sér all þau mistök sem íslenska liðið gerði bæði í varnarleik og sóknarleik. Niðurstaðan sjö marka sigur sem var þó full stór miðað við þróun leiksins. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, var álitsgjafi Fréttablaðsins að þessu sinni, en hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins að mörgu leyti. Honum fannst hins vegar munurinn of mikill í lokin og mistökin sem ungt og óreynt lið Íslands gerði voru dýrkeypt. Hann var ánægður með leik Ólafs Andrésar Guðmundssonar og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, en svo fórum við að fá ódýrar brottvísanir og þeir nýttu yfirtöluna afskaplega vel. Við vorum svo ekki að ná upp nógu góðri hjálparvörn í varnarleiknum og þeir nýttu klókindi sín til þess að galopna vörnina trekk í trekk. Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í íslenska markið sem veitti okkur líflínu, en tæknifeilar á þeim kafla þar sem við vorum að saxa forskotið urðu okkur að falli,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Það má svo ekki gleyma því að við vorum að etja kappi við gríðarlega sterkt lið með ógnvænlega breidd í sínum leikmannahópi. Þeir gátu rúllað á leikmönnum eins og Daniel Sarmiento, Raúl Entrerríos, Ángel Fernández, Joan Canellas og Alex og Daniel Dujshebaev í útilínunni hjá sér. Þetta eru allt leikmenn í hæsta gæðaflokki sem kæmust í hvaða landslið sem er. Það munar miklu að geta skipt mínútum á milli svona góðra leikmanna,“ sagði Halldór Jóhann um andstæðinginn að þessu sinni. „Það var jákvætt að sjá Ólaf Guðmundsson láta til sín taka og mér fannst gaman að sjá hvað Gísli Þorgeir var óhræddur og skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum. Mér fannst markvarslan líka fín á köflum, en það vantaði herslumuninn í varnarleiknum og aðeins meiri aga í sóknarleiknum til þess að fá eitthvað út úr þessum. Mér fannst frammistaðan bæði í þessum leik og í leiknum gegn Króatíu hins vegar heilt yfir fín. Við vorum að spila með útilínu sem hafði að geyma leikmenn um tvítugt í öllum stöðum og þeir stóðu sig bara feikilega vel. Teitur Örn Einarsson minnti á sig þær mínútur sem hann spilaði. Við erum í uppbyggingarfasa með þetta lið og þetta er allt á réttri leið. Menn læra af þeim mistökum sem þeir eru að gera og laga það sem upp á vantar til þess að komast nær jafn sterkum þjóðum þjóðum og Spánn er,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira