Ríkið vill fá staðfestingu á að það eigi Fell Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal en jörðin Fell er í Mýrdalshreppi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira