Aron skoraði öll sjö mörkin sín með langskotum en Króatar skoruðu allir samanlagt níu mörk með langskotum í leiknum.
Mótshaldarar halda utan um það hvert leikmenn skjóta boltanum og það er fróðlegt að skoða aðeins „skotkort“ Arons frá því í Króatíuleiknum.
Fjögur af sjö mörkum Arons enduðu nefnilega upp í bláhorninu sitt hvoru megin við markmann Króata.
Aron var skaut heldur ekki niður í hornin í þessum leik því hin skotin hans komu í mitt markið sitthvorum megin við markmanninn.
Aron skoraði fyrstu þrjú mörkin sín í leiknum í mitt markið, vinstra eða hægra megin, samkvæmt skráningu tölfræðinga IHF.
Fyrsta skotið hann upp í bláhornið var negla sem mældist á 115 km hraða og kom íslenska liðinu yfir í 12-10.
Síðustu fjögur mörk Arons komu öll með skotum upp í skeytin samkvæmt tölfræðiskráningu mótshaldara.
Hér fyrir neðan má sjá hvert skotin hans Arons fóru og enn neðar er yfirlit yfir mörkin hans.

1) Langskot í mitt markið hægra megin (1-0 fyrir Ísland)
2) Langskot í mitt markið vinstra megin (2-1 fyrir Ísland)
3) Langskot í mitt markið hægra megin (6-5 fyrir Ísland)
3) Langskot upp í bláhornið hægra megin (12-10 fyrir Ísland)
4) Langskot upp í bláhornið hægra megin (20-21)
5) Langskot upp í bláhornið vinstra megin (26-25 fyrir Ísland)
7) Langskot upp í bláhornið vinstra megin (27-31)