McVay stýrði Rams til sigurs í leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 14 ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 10:00 Leikmenn Rams fagna í nótt vísir/getty Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019 NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019
NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30