Flutningur Dawn Richard á Íslandi vekur athygli: Heyrði lagið sitt í útvarpinu og kom í viðtal Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 14:29 Dawn Richard tók lagið í Útvarpi 101 í desember síðastliðnum. Skjáskot/101 Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira