Króatar sterkari á ögurstundu Hjörvar Ólafsson skrifar 12. janúar 2019 10:30 Elvar Örn Jónsson átti afar góðan leik þegar íslenska liðið mætti Króatíu. Hann skoraði fimm marka Íslands og gaf þrjár stoðsendingar. Fréttablaðið/AFP Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira