Handbolti

Öruggur sigur hjá lærisveinum Patreks │Argentínumenn komu á óvart

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Vísir/Daníel
Austurríska landsliðið í handbolta undir stjórn Patreks Jóhannessonar byrjaði HM í handbolta á sjö marka sigri á Sádí Arabíu.

Austurríkismenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og voru sex mörkum yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik héldu Austurríkismenn út og fóru með 22-29 sigur.

Serbar og Rússar gerðu jafntefli 30-30 í A-riðli.

Þar var jafnt á öllum tölum í hálfleik og leikurinn í járnum allan tíman. Þegar upp var staðið náði hvorugt lið að taka sigur og þau deildu stigunum með sér eftir háspennu leik.

Argentínumenn náðu að koma á óvart og gera jafntefli við Ungverja í D-riðli.

Ungverjar höfðu verið með þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleikinn en Argentínumenn náðu að koma til baka og tryggja sér 25-25 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×