Fallegi múrinn sem varð að girðingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2019 12:00 Trump virðir landamærin fyrir sér. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. Það vill hann gera svo hann geti nálgast fé úr neyðarsjóðum hersins til að byggja múr eða girðingu sem hann segir að myndi stöðva för ólöglegra flóttamanna og koma í veg fyrir smygl á eiturlyfjum. Á blaðamannafundi í Texas í gær sagðist hann hafa óskoraðan rétt til þess að lýsa yfir neyðarástandi og að það myndi hann sennilega, eða jafnvel örugglega gera, ef þingið kemur í veg fyrir að fjármunum verði varið í verkefnið. Það er þó óljóst hvort hann hafi vald til þess og slík yfirlýsing myndi án efa enda fyrir dómstólum. Lindsey Graham, einn af helstu stuðningsmönnum Trump í Öldungadeild Bandaríkjaþings hvatti forsetann til að lýsa yfir neyðarástandi, enda væri lítil von til þess að málið kæmist í gegnum þingið. Þar eru allir Demókratar á móti hugmyndinni, og einnig nokkur hluti Repúblikana. Í nokkrum tístum í gær sagði Graham að ómögulegt væri fyrir Trump að fá fjárveitingu frá þinginu. Því væri nauðsynlegt að lýsa yfir neyðarástandi.Mr. President, the Democrats are not working in good faith with you. Declare emergency, build the wall now. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 11, 2019 Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins leituðu til forsetans í gær með hugmyndir um að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember, án þess þó að tryggja fjárveitingu til byggingar múrsins. Trump hafnaði því.Um 800 þúsund starfsmenn hins opinbera munu ekki fá launaseðil í dag, sem þau myndu fá við eðlilegar kringumstæður. Af þeim eru rúmlega 400 þúsund enn við störf, launalaust. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því er það að lýsa yfir neyðarástandi líklega eina leið hans til að nálgast fé til verksins. Grípi Trump til þessa aðgerða munu Demókratar án efa höfða mál til að reyna að stöðva hann en óljóst þykir hvort forsetinn hafi í raun vald til þessa. Demókratar eru þegar byrjaðir að undirbúa lögsóknir og aðrar aðgerðir.Þá segjast landeigendur við landamærin ekki koma til greina að leyfa bygginguna á landi þeirra og eru þeir einnig sagðir undirbúa málaferli.Reyna að réttlæta neyðarástand Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að undirbúa neyðarástandsyfirlýsingu og undanfarna daga hefur Trump farið mikinn í viðleitni til að réttlæta slíkar aðgerðir og reyna að sannfæra fólk um að raunverulegt neyðarástand ríki á landamærunum. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins.Þá er vert að benda á að í byrjun 2018 stærði Trump sig af því hve fáir væru að reyna að komast yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Það væri vegna þess hve vel ríkisstjórn hans hefði gengið að auka eftirlit á landamærunum.Neyðarástandsyfirlýsing gæti þar að auki leitt til opnunar áðurnefndra stofnanna á meðan deilurnar fara í gegnum dómstóla. Trump og ráðgjafar hans hafa að undanförnu skammað Demókrata fyrir að vilja ekki semja um verkefnið. Demókratar segja þó erfitt að semja við mann sem skiptir svo oft um skoðun og ljúgi eins mikið og forsetinn. Fyrir áramót höfðu þingmenn, Demókratar, Repúblikanar og Trump sjálfur, komist að samkomulagi um að fjármagna rekstur ríkisstofnana fram yfir áramót en án þess þó að fjármagna múrinn. Trump skipti þó um skoðun og neitað að skrifa undir frumvarpið. Þingmaðurinn Ted Lieu kom þessum skoðunum Demókrata í orð á Twitter í gær.Today is Thursday. That means @realDonaldTrump is lying, again. Hopefully he won't say more lies when he visits McAllen today. Hard for Democrats to negotiate with @POTUS when he makes stuff up, changes his mind on a whim, and lies repeatedly. https://t.co/FfkSoZ8G0Z — Ted Lieu (@tedlieu) January 10, 2019Hvaðan eiga peningarnir að koma? Með því að lýsa yfir neyðarástandi telur Trump sig hafa aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins og þá sérstaklega að 14 milljarða dala sjóði sem þingið stofnaði í fyrra til að bregðast við neyðartilfellum og hamförum. Hann hefur skipað hernum að kanna hvort hægt væri að hefja framkvæmdir innan 45 daga.Sjóðirnir sem Trump vill nota til að byggja múrinn er ætlaður til bygginga flóðavarna víða í Bandaríkjunum sem og til endurbóta og viðgerða í Puerto Rico, þar sem íbúar eru enn að jafna sig eftir að fellibylurinn María olli þar gífurlegum skemmdum og leiddi til fjölda dauðsfalla.Múrinn sem varð að girðingu og enginn vil borga fyrir Í kosningabaráttunni lofaði Trump ítrekað að byggja „stóran og fallegan vegg“ úr steypu á rúmlega þrjú þúsund kílómetra löngum landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Það sem meira er þá lofaði Trump því einnig að Mexíkó myndi greiða fyrir bygginguna. Forsvarsmenn Mexíkó sögðu neituðu þó. Enrique Peña Nieto, fyrrverandi forseti Mexíkó, sagði á sínum tíma að Mexíkó myndi aldrei greiða fyrir múrinn og hætti hann við tvær opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna í mótmælaskyni við kröfur Trump. Nú er Trump að berjast fyrir því að fá 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn/girðinguna á rúmlega 300 kílómetra löngum kafla og fer hann fram á að fá peningana úr ríkissjóði. Þar að auki hefur hann haldið því fram að hann hafi aldrei sagt að Mexíkó ætti að borga. Sem er ekki rétt. Hann sagði það minnst 212 sinnum í kosningabaráttunni og hefur oft sagt það síðan hann tók við embætti. Hann hefur þó verið mjög margsaga um hve mikið múrinn ætti að kosta og hefur hann nefnt allt frá fjórum milljörðum upp í rúmlega tuttugu. Trump segist ekki hafa átt við að Mexíkó ætti að taka upp veskið og borga. Þó sendi framboð hans minnisblað á fjölmiðla sem var svo birt á vef framboðsins þar sem því var lýst hvernig yfirvöld í Bandaríkjunum gætu þvingað Mexíkóa til að greiða Bandaríkjunum fimm til tíu milljarða dala.Undanfarið hefur Trump haldið því fram að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn með óbeinum hætti. Það væri vegna nýs viðskiptasamnings ríkjanna, sem hefur þó ekki enn verið samþykktur af þingi Bandaríkjanna. Þar að auki má ekki finna neitt um múrinn í umræddum samningi og hagfræðingar segja að samningurinn muni ekki auka tekjur ríkissjóðs með markvissum hætti. Hér má sjá samantekt Washington Post um það hve margsaga Trump hefur verið um fjármögnun múrsins.Trump sagði á dögunum að vegna óskar Demókrata hefði verið ákveðið að múrinn yrði byggður úr stálrörum. Að í rauninni yrði um girðingu að ræða. Demókratar hafa hins vegar ekki óskað eftir neinu slíku.„Ég sagði aldrei að ég ætlaði að byggja múr úr steypu. Ég sagðist ætla að byggja vegg,“ sagði Trump. Hið rétta er að hann sagði oft að hann ætlaði að byggja múrinn úr steypu.Sama hvort forsetinn lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, er ólíklegt að hann muni byggja 300 kílómetra langa stálgirðingu á landamærunum og hvað þá þrjú þúsund kílómetra langa girðingu. Það er ekki vilji fyrir slíku verkefni innan þingsins og þá virðist sem margir Repúblikanar hafi ekki einu sinni áhuga á því. Nokkrir hafa lýst því yfir opinberlega og ljóst er að þeir höfðu ekki áhuga á því þegar þeir stjórnuðu báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Innanbúðarmenn í Washington DC segja það þó klóka lausn hjá Trump að lýsa yfir neyðarástandi. Hægt væri að opna ríkisstofnanir á nýjan leik á meðan málið færi í gegnum dómstóla og Trump gæti farið til sinna helstu stuðningsmanna og sagt hafa gert sitt besta og kennt Demókrötum um. Þingmenn Repúblikanaflokksins gætu þá komist tiltölulega óskaddaðir frá málinu. Það er þó ljóst að á meðan Trump og Repúblikanar leita leiða til koma frá málinu með höfðið hátt, þá sitja um 800 þúsund manns á hakanum og fá engin laun. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. 9. janúar 2019 06:30 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. Það vill hann gera svo hann geti nálgast fé úr neyðarsjóðum hersins til að byggja múr eða girðingu sem hann segir að myndi stöðva för ólöglegra flóttamanna og koma í veg fyrir smygl á eiturlyfjum. Á blaðamannafundi í Texas í gær sagðist hann hafa óskoraðan rétt til þess að lýsa yfir neyðarástandi og að það myndi hann sennilega, eða jafnvel örugglega gera, ef þingið kemur í veg fyrir að fjármunum verði varið í verkefnið. Það er þó óljóst hvort hann hafi vald til þess og slík yfirlýsing myndi án efa enda fyrir dómstólum. Lindsey Graham, einn af helstu stuðningsmönnum Trump í Öldungadeild Bandaríkjaþings hvatti forsetann til að lýsa yfir neyðarástandi, enda væri lítil von til þess að málið kæmist í gegnum þingið. Þar eru allir Demókratar á móti hugmyndinni, og einnig nokkur hluti Repúblikana. Í nokkrum tístum í gær sagði Graham að ómögulegt væri fyrir Trump að fá fjárveitingu frá þinginu. Því væri nauðsynlegt að lýsa yfir neyðarástandi.Mr. President, the Democrats are not working in good faith with you. Declare emergency, build the wall now. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 11, 2019 Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins leituðu til forsetans í gær með hugmyndir um að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember, án þess þó að tryggja fjárveitingu til byggingar múrsins. Trump hafnaði því.Um 800 þúsund starfsmenn hins opinbera munu ekki fá launaseðil í dag, sem þau myndu fá við eðlilegar kringumstæður. Af þeim eru rúmlega 400 þúsund enn við störf, launalaust. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því er það að lýsa yfir neyðarástandi líklega eina leið hans til að nálgast fé til verksins. Grípi Trump til þessa aðgerða munu Demókratar án efa höfða mál til að reyna að stöðva hann en óljóst þykir hvort forsetinn hafi í raun vald til þessa. Demókratar eru þegar byrjaðir að undirbúa lögsóknir og aðrar aðgerðir.Þá segjast landeigendur við landamærin ekki koma til greina að leyfa bygginguna á landi þeirra og eru þeir einnig sagðir undirbúa málaferli.Reyna að réttlæta neyðarástand Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að undirbúa neyðarástandsyfirlýsingu og undanfarna daga hefur Trump farið mikinn í viðleitni til að réttlæta slíkar aðgerðir og reyna að sannfæra fólk um að raunverulegt neyðarástand ríki á landamærunum. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins.Þá er vert að benda á að í byrjun 2018 stærði Trump sig af því hve fáir væru að reyna að komast yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Það væri vegna þess hve vel ríkisstjórn hans hefði gengið að auka eftirlit á landamærunum.Neyðarástandsyfirlýsing gæti þar að auki leitt til opnunar áðurnefndra stofnanna á meðan deilurnar fara í gegnum dómstóla. Trump og ráðgjafar hans hafa að undanförnu skammað Demókrata fyrir að vilja ekki semja um verkefnið. Demókratar segja þó erfitt að semja við mann sem skiptir svo oft um skoðun og ljúgi eins mikið og forsetinn. Fyrir áramót höfðu þingmenn, Demókratar, Repúblikanar og Trump sjálfur, komist að samkomulagi um að fjármagna rekstur ríkisstofnana fram yfir áramót en án þess þó að fjármagna múrinn. Trump skipti þó um skoðun og neitað að skrifa undir frumvarpið. Þingmaðurinn Ted Lieu kom þessum skoðunum Demókrata í orð á Twitter í gær.Today is Thursday. That means @realDonaldTrump is lying, again. Hopefully he won't say more lies when he visits McAllen today. Hard for Democrats to negotiate with @POTUS when he makes stuff up, changes his mind on a whim, and lies repeatedly. https://t.co/FfkSoZ8G0Z — Ted Lieu (@tedlieu) January 10, 2019Hvaðan eiga peningarnir að koma? Með því að lýsa yfir neyðarástandi telur Trump sig hafa aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins og þá sérstaklega að 14 milljarða dala sjóði sem þingið stofnaði í fyrra til að bregðast við neyðartilfellum og hamförum. Hann hefur skipað hernum að kanna hvort hægt væri að hefja framkvæmdir innan 45 daga.Sjóðirnir sem Trump vill nota til að byggja múrinn er ætlaður til bygginga flóðavarna víða í Bandaríkjunum sem og til endurbóta og viðgerða í Puerto Rico, þar sem íbúar eru enn að jafna sig eftir að fellibylurinn María olli þar gífurlegum skemmdum og leiddi til fjölda dauðsfalla.Múrinn sem varð að girðingu og enginn vil borga fyrir Í kosningabaráttunni lofaði Trump ítrekað að byggja „stóran og fallegan vegg“ úr steypu á rúmlega þrjú þúsund kílómetra löngum landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Það sem meira er þá lofaði Trump því einnig að Mexíkó myndi greiða fyrir bygginguna. Forsvarsmenn Mexíkó sögðu neituðu þó. Enrique Peña Nieto, fyrrverandi forseti Mexíkó, sagði á sínum tíma að Mexíkó myndi aldrei greiða fyrir múrinn og hætti hann við tvær opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna í mótmælaskyni við kröfur Trump. Nú er Trump að berjast fyrir því að fá 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn/girðinguna á rúmlega 300 kílómetra löngum kafla og fer hann fram á að fá peningana úr ríkissjóði. Þar að auki hefur hann haldið því fram að hann hafi aldrei sagt að Mexíkó ætti að borga. Sem er ekki rétt. Hann sagði það minnst 212 sinnum í kosningabaráttunni og hefur oft sagt það síðan hann tók við embætti. Hann hefur þó verið mjög margsaga um hve mikið múrinn ætti að kosta og hefur hann nefnt allt frá fjórum milljörðum upp í rúmlega tuttugu. Trump segist ekki hafa átt við að Mexíkó ætti að taka upp veskið og borga. Þó sendi framboð hans minnisblað á fjölmiðla sem var svo birt á vef framboðsins þar sem því var lýst hvernig yfirvöld í Bandaríkjunum gætu þvingað Mexíkóa til að greiða Bandaríkjunum fimm til tíu milljarða dala.Undanfarið hefur Trump haldið því fram að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn með óbeinum hætti. Það væri vegna nýs viðskiptasamnings ríkjanna, sem hefur þó ekki enn verið samþykktur af þingi Bandaríkjanna. Þar að auki má ekki finna neitt um múrinn í umræddum samningi og hagfræðingar segja að samningurinn muni ekki auka tekjur ríkissjóðs með markvissum hætti. Hér má sjá samantekt Washington Post um það hve margsaga Trump hefur verið um fjármögnun múrsins.Trump sagði á dögunum að vegna óskar Demókrata hefði verið ákveðið að múrinn yrði byggður úr stálrörum. Að í rauninni yrði um girðingu að ræða. Demókratar hafa hins vegar ekki óskað eftir neinu slíku.„Ég sagði aldrei að ég ætlaði að byggja múr úr steypu. Ég sagðist ætla að byggja vegg,“ sagði Trump. Hið rétta er að hann sagði oft að hann ætlaði að byggja múrinn úr steypu.Sama hvort forsetinn lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, er ólíklegt að hann muni byggja 300 kílómetra langa stálgirðingu á landamærunum og hvað þá þrjú þúsund kílómetra langa girðingu. Það er ekki vilji fyrir slíku verkefni innan þingsins og þá virðist sem margir Repúblikanar hafi ekki einu sinni áhuga á því. Nokkrir hafa lýst því yfir opinberlega og ljóst er að þeir höfðu ekki áhuga á því þegar þeir stjórnuðu báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Innanbúðarmenn í Washington DC segja það þó klóka lausn hjá Trump að lýsa yfir neyðarástandi. Hægt væri að opna ríkisstofnanir á nýjan leik á meðan málið færi í gegnum dómstóla og Trump gæti farið til sinna helstu stuðningsmanna og sagt hafa gert sitt besta og kennt Demókrötum um. Þingmenn Repúblikanaflokksins gætu þá komist tiltölulega óskaddaðir frá málinu. Það er þó ljóst að á meðan Trump og Repúblikanar leita leiða til koma frá málinu með höfðið hátt, þá sitja um 800 þúsund manns á hakanum og fá engin laun.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. 9. janúar 2019 06:30 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15
Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09
Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. 9. janúar 2019 06:30