Fagnar algjörri metþátttöku í umsögnum um klukkubreytingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 09:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15