Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 15:35 Aron Einar veit þá núna hvers vegna hann er númer 17. vísir/getty Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er heldur betur klár í slaginn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun en hann æfði með íslenska liðinu í Ólympíuhöllinni í dag. „Fiðringurinn er klárlega mættur. Það var gott að komast aðeins inn í höllina og finna aðeins fyrir sér þar. Við tókum góðan klukkutíma myndbandsfund fyrir æfinguna og nú erum við að fara að mæta góðu liði. Króatarnir hafa alltaf verið frábærir í handbolta þannig að þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Arnór Þór. Strákarnir fengu frí frá æfingu í gær eftir langan dag sem hófst um miðja nótt. „Við vöknuðum klukkan 3:40 eða eitthvað þannig um nóttina og svo beint á flugvöllinn og rúta eftir það. Það var því gott að fá smá hvíld en auðvitað fór maður í göngutúr og svona. Það er mikilvægt aðeins að hreyfa sig. Maður má ekki liggja bara í rúminu,“ segir hornamaðurinn.Arnór þurfti altlaf að vera númer 14 út af Sverre Jakobssyni.vísir/epaAkureyringurinn er að spila líklega sinn besta bolta á ferlinum um þessar mundir en hann raðar inn mörkum fyrir Bergischer í þýsku 1. deildinni og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. „Ég er mjög spenntur. Það er ógeðslega gaman að spila í Þýskalandi. Það er alltaf full höll og frábær stemning. Maður verður bara að njóta þess. Mér hefur gengið vel í deildinni en það þýðir ekkert að hugsa um það. Það er bara næsti leikur og svo næsti leikur eftir það,“ segir hann. Bróðir Arnórs er landsliðsfyririðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson. Báðir spila þeir í treyju númer 17 en Arnór fékk það númer reyndar ekki fyrr en á EM í Króatíu í fyrra með landsliðinu. Hann hefur samt spilað í 17 allan ferilinn með félagsliðum sínum. Í ævisögu Arons Einars sem kom út fyrir jólin segist hann spila í treyju númer 17 út af bróðir sínum sem að hann leit mikið upp til en hann segir sömuleiðis í bókinni að hann viti ekki hvers vegna þeir eru í 17. Veit Arnór svarið við spurningunni? „Já, ég get svarað henni. Amma okkar er frá Ísafirði og húsnúmerið hennar var 17. Ég tók það bara,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Flóknara var það ekki.Klippa: Arnór Þór um númerið 17 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er heldur betur klár í slaginn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun en hann æfði með íslenska liðinu í Ólympíuhöllinni í dag. „Fiðringurinn er klárlega mættur. Það var gott að komast aðeins inn í höllina og finna aðeins fyrir sér þar. Við tókum góðan klukkutíma myndbandsfund fyrir æfinguna og nú erum við að fara að mæta góðu liði. Króatarnir hafa alltaf verið frábærir í handbolta þannig að þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Arnór Þór. Strákarnir fengu frí frá æfingu í gær eftir langan dag sem hófst um miðja nótt. „Við vöknuðum klukkan 3:40 eða eitthvað þannig um nóttina og svo beint á flugvöllinn og rúta eftir það. Það var því gott að fá smá hvíld en auðvitað fór maður í göngutúr og svona. Það er mikilvægt aðeins að hreyfa sig. Maður má ekki liggja bara í rúminu,“ segir hornamaðurinn.Arnór þurfti altlaf að vera númer 14 út af Sverre Jakobssyni.vísir/epaAkureyringurinn er að spila líklega sinn besta bolta á ferlinum um þessar mundir en hann raðar inn mörkum fyrir Bergischer í þýsku 1. deildinni og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. „Ég er mjög spenntur. Það er ógeðslega gaman að spila í Þýskalandi. Það er alltaf full höll og frábær stemning. Maður verður bara að njóta þess. Mér hefur gengið vel í deildinni en það þýðir ekkert að hugsa um það. Það er bara næsti leikur og svo næsti leikur eftir það,“ segir hann. Bróðir Arnórs er landsliðsfyririðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson. Báðir spila þeir í treyju númer 17 en Arnór fékk það númer reyndar ekki fyrr en á EM í Króatíu í fyrra með landsliðinu. Hann hefur samt spilað í 17 allan ferilinn með félagsliðum sínum. Í ævisögu Arons Einars sem kom út fyrir jólin segist hann spila í treyju númer 17 út af bróðir sínum sem að hann leit mikið upp til en hann segir sömuleiðis í bókinni að hann viti ekki hvers vegna þeir eru í 17. Veit Arnór svarið við spurningunni? „Já, ég get svarað henni. Amma okkar er frá Ísafirði og húsnúmerið hennar var 17. Ég tók það bara,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Flóknara var það ekki.Klippa: Arnór Þór um númerið 17
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00