Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 11:38 Skjáskot úr öðru myndbandinu sem norska lögreglan birti í dag. Skjáskot/VG Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11