Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 08:30 Teitur Örn Einarsson þreytir frumraun sína á stórmóti á föstudaginn. vísir Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var óvænt valinn í íslenska HM-hópinn sem hélt til München í gær og hefur leik á morgun á móti Króatíu. Ólíkt öðrum sem voru óvænt í HM-hópnum fór Teitur ekki einu sinni með á æfingamótið í Noregi eftir að vera ekki valinn í 20 manna æfingahópinn. „Það var í gær [fyrradag] eftir æfingu, um tvö leytið. Þá las Gummi upp hópinn fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti sem ég vissi að ég væri að fara,“ segir Teitur Örn um stóru stundina. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara í fríi hérna á Íslandi og þá kallaði Gummi mig inn á æfingu á mánudaginn. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessu.“ Það skortir ekki á sjálfstraustið hjá örvhentu skyttunni sem kastar bolta fastar en margur og fékk viðurnefnið Heitur Teitur í Olís-deildinni því stundum rann á hann æði í markaskorun. Hann gaf aldrei upp vonina og hlakkar til mótsins. „Ég var í stóra 28 manna hópnum þannig ég var alltaf inn í myndinni. Svo þegar ég er kallaður inn á æfingu mætti ég bara og var klár. Ég ætlaði mér að sýna mig og ég þarf að sanna mig ef ég ætla að eiga sæti í þessu liði. Ég tel mig vera fullkláran í það að mæta á þetta mót og keppa við þessa kalla,“ segir Teitur.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSkyttan skotfasta hefur lengi ætlað sér sæti í landsliðinu en hann hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landsliðin. Hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem að skilaði honum samningi hjá sænska stórveldinu Kristianstad. Þar er hann að spila vel. „Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í íslensku treyjunni á stórmóti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þegar að ég heyrði nafnið. Ég var bara þvílíkt sáttur að vera loksins kominn á þennan stað,“ segir Teitur. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið. Ég er búinn að spila mikið í vetur í Meistaradeildinni og fá þar smjörþefinn af þessum stóru köllum. Nú er þannig séð alvöru próf að sjá hversu langt ég er kominn.“ Það verður væntanlega nóg spjallað um Pylsubarinn, Huppu, Ingó Veðurguð og öll hin helstu kennileiti Selfoss innan veggja íslenska liðsins enda hvorki fleiri né færri en fjórir Selfyssingar í hópnum (Teitur, Haukur Þrastar, Elvar Örn og Ómar Ingi) auk Bjarka Más Elíssonar sem kom þar við á sínum yngri árum. „Við erum fimm í liðinu og það er bara frábært. Það er gaman að sjá að Selfyssingar eru að skila einhverju sem nýtist Íslandi. Ég er bara ánægður með það enda mikill Selfyssingur,“ segir Teitur Örn Einarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Teitur Örn - Gaman að vera með fimm Selfyssinga HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var óvænt valinn í íslenska HM-hópinn sem hélt til München í gær og hefur leik á morgun á móti Króatíu. Ólíkt öðrum sem voru óvænt í HM-hópnum fór Teitur ekki einu sinni með á æfingamótið í Noregi eftir að vera ekki valinn í 20 manna æfingahópinn. „Það var í gær [fyrradag] eftir æfingu, um tvö leytið. Þá las Gummi upp hópinn fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti sem ég vissi að ég væri að fara,“ segir Teitur Örn um stóru stundina. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara í fríi hérna á Íslandi og þá kallaði Gummi mig inn á æfingu á mánudaginn. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessu.“ Það skortir ekki á sjálfstraustið hjá örvhentu skyttunni sem kastar bolta fastar en margur og fékk viðurnefnið Heitur Teitur í Olís-deildinni því stundum rann á hann æði í markaskorun. Hann gaf aldrei upp vonina og hlakkar til mótsins. „Ég var í stóra 28 manna hópnum þannig ég var alltaf inn í myndinni. Svo þegar ég er kallaður inn á æfingu mætti ég bara og var klár. Ég ætlaði mér að sýna mig og ég þarf að sanna mig ef ég ætla að eiga sæti í þessu liði. Ég tel mig vera fullkláran í það að mæta á þetta mót og keppa við þessa kalla,“ segir Teitur.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSkyttan skotfasta hefur lengi ætlað sér sæti í landsliðinu en hann hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landsliðin. Hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem að skilaði honum samningi hjá sænska stórveldinu Kristianstad. Þar er hann að spila vel. „Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í íslensku treyjunni á stórmóti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þegar að ég heyrði nafnið. Ég var bara þvílíkt sáttur að vera loksins kominn á þennan stað,“ segir Teitur. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið. Ég er búinn að spila mikið í vetur í Meistaradeildinni og fá þar smjörþefinn af þessum stóru köllum. Nú er þannig séð alvöru próf að sjá hversu langt ég er kominn.“ Það verður væntanlega nóg spjallað um Pylsubarinn, Huppu, Ingó Veðurguð og öll hin helstu kennileiti Selfoss innan veggja íslenska liðsins enda hvorki fleiri né færri en fjórir Selfyssingar í hópnum (Teitur, Haukur Þrastar, Elvar Örn og Ómar Ingi) auk Bjarka Más Elíssonar sem kom þar við á sínum yngri árum. „Við erum fimm í liðinu og það er bara frábært. Það er gaman að sjá að Selfyssingar eru að skila einhverju sem nýtist Íslandi. Ég er bara ánægður með það enda mikill Selfyssingur,“ segir Teitur Örn Einarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Teitur Örn - Gaman að vera með fimm Selfyssinga
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00
Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29
Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30