Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 19:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent