Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:00 Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira