Sekt Google í Frakklandi verður mikilvægt prófmál á sviði persónuverndar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/Getty Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur. Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur.
Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira