Zac Efron ýmist hrósað eða sagður of „heitur“ í hlutverki hins sjúka Ted Bundy Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 11:09 Myndin er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, sem Lily Collins leikur. Hjartaknúsarinn Zac Efron er sagður hafa tekið stórt stökk í áttina að því að vera tekinn alvarlega í nýjustu mynd sinni þar sem hann leikur hinn alræmda raðmorðingja Ted Bundy. Gagnrýnendur benda þó sumir á að Bundy sé næstum því of kynþokkafullur og viðkunnalegur í meðförum Efrons. Bundy þessi nauðgaði og myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978 en hann hélt fram sakleysi sínu í áratug áður en hann játaði að lokum að hafa framið 30 morð. Fjöldi fórnarlamba hans er því enn sagður á huldu og talið að hann geti jafnvel verið hærri. Á meðan glæpir hans voru ekki á almanna vitorði var hann almennt talinn þokkafullur og vel greindur einstaklingur sem var talinn myndarlegur og vel máli farinn. Sjálfur sagði hann á seinni stigum lífs síns að hann versti andskoti sem nokkur gæti hitt en einn af verjendum hans lýsti honum sem skilgreiningunni á hreinræktaðri illsku. Myndin sem Zac Efron leikur í nefnist Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile en hún er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, Elizabeth Kloepfer, sem Lily Collins leikur. Árum saman neitaði hún að trúa sannleikanum um kærasta sinn, að hann væri einn versti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna.Ted Bundy í réttarsal.Vísir/GettyMörgum gagnrýnendum þykir Zac Effron takast ágætlega upp sem Bundy, þar á meðal gagnrýnandi Guardian sem bætir þó við að myndin sjálf sé fremur litlaus og standi algjörlega og falli með frammistöðu leikaranna.Gagnrýnandi Slash Film hefur svipaða sögu af segja af myndinni en setur þó út á handrit myndarinnar. Kvartar hann undan því að myndin sé kynnt sem saga sem sé sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy en henni sé hreinlega ekki sýnd nógu mikil athygli. Gagnrýnandinn segir að þar hefði hjarta myndarinnar átt að vera, hjá Elizabeth Kloepfer, en of mikil athygli fari þess í stað í Bundy.Gagnrýnandi Mashable fer afar hörðum orðum um þessa mynd og segir hana falla í þá gryfju, eins og svo margir, að sveipa þennan raðmorðingja töfraljóma enn eina ferðina. „Ef þú ert að leita að mynd þar sem Ted Bundy er sérstaklega kynþokkafullur, þá er þetta þessi fyrir þig. Ef þú ert að leita að einhverju meiru, þá getur þú sleppt þessari misheppnuðu tilraun.“ Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í liðinni viku. Leikstjóri myndarinnar er er Joe Berlinger en nýverði kom frá honum heimildaþáttaröð um Ted Bundy sem sýnd er á Netflix. Bandaríkin Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hjartaknúsarinn Zac Efron er sagður hafa tekið stórt stökk í áttina að því að vera tekinn alvarlega í nýjustu mynd sinni þar sem hann leikur hinn alræmda raðmorðingja Ted Bundy. Gagnrýnendur benda þó sumir á að Bundy sé næstum því of kynþokkafullur og viðkunnalegur í meðförum Efrons. Bundy þessi nauðgaði og myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978 en hann hélt fram sakleysi sínu í áratug áður en hann játaði að lokum að hafa framið 30 morð. Fjöldi fórnarlamba hans er því enn sagður á huldu og talið að hann geti jafnvel verið hærri. Á meðan glæpir hans voru ekki á almanna vitorði var hann almennt talinn þokkafullur og vel greindur einstaklingur sem var talinn myndarlegur og vel máli farinn. Sjálfur sagði hann á seinni stigum lífs síns að hann versti andskoti sem nokkur gæti hitt en einn af verjendum hans lýsti honum sem skilgreiningunni á hreinræktaðri illsku. Myndin sem Zac Efron leikur í nefnist Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile en hún er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, Elizabeth Kloepfer, sem Lily Collins leikur. Árum saman neitaði hún að trúa sannleikanum um kærasta sinn, að hann væri einn versti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna.Ted Bundy í réttarsal.Vísir/GettyMörgum gagnrýnendum þykir Zac Effron takast ágætlega upp sem Bundy, þar á meðal gagnrýnandi Guardian sem bætir þó við að myndin sjálf sé fremur litlaus og standi algjörlega og falli með frammistöðu leikaranna.Gagnrýnandi Slash Film hefur svipaða sögu af segja af myndinni en setur þó út á handrit myndarinnar. Kvartar hann undan því að myndin sé kynnt sem saga sem sé sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy en henni sé hreinlega ekki sýnd nógu mikil athygli. Gagnrýnandinn segir að þar hefði hjarta myndarinnar átt að vera, hjá Elizabeth Kloepfer, en of mikil athygli fari þess í stað í Bundy.Gagnrýnandi Mashable fer afar hörðum orðum um þessa mynd og segir hana falla í þá gryfju, eins og svo margir, að sveipa þennan raðmorðingja töfraljóma enn eina ferðina. „Ef þú ert að leita að mynd þar sem Ted Bundy er sérstaklega kynþokkafullur, þá er þetta þessi fyrir þig. Ef þú ert að leita að einhverju meiru, þá getur þú sleppt þessari misheppnuðu tilraun.“ Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í liðinni viku. Leikstjóri myndarinnar er er Joe Berlinger en nýverði kom frá honum heimildaþáttaröð um Ted Bundy sem sýnd er á Netflix.
Bandaríkin Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira