Hægri hornamaðurinn öflugi, Hans Óttar Lindberg, er búinn að jafna sig af meiðslum og snýr aftur í hóp danska landsliðsins í úrslitaleiknum gegn Noregi á HM í handbolta í dag.
Nikolaj Jacobsen, þjálfari Danmerkur, ákvað að kalla Lindberg inn fyrir Johan Hansen en Lindberg meiddist í fyrsta leik Dana á mótinu.
Lindberg er leikreyndasti maður danska landsliðsins en hann hefur spilað 262 landsleiki og skorað 732 mörk. Hann er annar leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi en aðeins Lars Christiansen hefur leikið fleiri leiki.
Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku og hefst klukkan 16:30 í dag.
Hans Lindberg snýr aftur í danska hópinn í úrslitaleiknum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti