Einn ofurölvi í Kolaportinu og annar með hafnaboltakylfu á barnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 07:34 Það var nóg að gera hjá lögreglu í miðborginni í nótt. Vísir/vilhelm Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið. Lögreglumál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið.
Lögreglumál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira