Einn ofurölvi í Kolaportinu og annar með hafnaboltakylfu á barnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 07:34 Það var nóg að gera hjá lögreglu í miðborginni í nótt. Vísir/vilhelm Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið. Lögreglumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið.
Lögreglumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira