Segir það eina rétta að breyta klukkunni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Erla Björnsdóttir var sjálf í starfshópnum um seinkun klukkunnar. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10
Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00
Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59
Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00