Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2019 16:28 Guðmundur Guðmundsson. Vísir Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11
Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11
Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19
Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn