Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2019 16:28 Guðmundur Guðmundsson. Vísir Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11
Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11
Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19
Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15