Ritskoðunarkrafa og margvísleg viðbrögð við henni Gísli Gunnarsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar