Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 10:00 Teitur Örn Einarsson er búinn að spila mikið á HM. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00
Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni