„Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic um langa fjarveru liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:30 Luka Doncic og Dennis Smith Jr.. AP Photo/LM Otero Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105 NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira