Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Ein hinna nýju Boeing 737 Max 8 þotna í litum norska flugfélagsins Norwegian sem á fjórtán slíkar. Mynd/Boeing Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira