Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 08:00 Patrick Wiencek var ekki vinsæll á Íslandi um síðustu helgi. vísir/getty Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira