Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:32 Lögregla stöðvaði þennan ökumann á Hringbrautinni á níunda tímanum í morgun, að því er virðist til að skafa betur af bílnum. Vísir/Stína Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08