Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:32 Lögregla stöðvaði þennan ökumann á Hringbrautinni á níunda tímanum í morgun, að því er virðist til að skafa betur af bílnum. Vísir/Stína Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira
Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08