Stelpurnar léttu álögunum af íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 09:30 Stelpurnar fagna hér marki Elínar Mettu Jensen á La Manga í gær. Mynd/HeimasíðaKSÍ Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira