Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. janúar 2019 06:15 Samkvæmt könnuninni finna læknar alls staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir miklu álagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að líðan lækna er á þann hátt að úrbóta er þörf hvað varðar starfsaðstæður og stuðning við þá. Þó það sé svo sem ekki mitt að svara því hvað sé til ráða hlýtur að verða gripið til aðgerða í framhaldinu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um nýja könnun á líðan íslenskra lækna sem kynnt verður á Læknadögum í dag. Ólafur Þór, sem stýrði rannsókninni fyrir hönd meðferðar- og fræðslusetursins Forvarna, segir að um tímamótarannsókn sé að ræða en hún byggir á svörum 728 lækna sem er ríflega helmingur allra lækna á Íslandi. „Það hafa verið gerðar kannanir á ákveðnum starfsstöðvum en það hefur aldrei áður verið gerð svona viðamikil og heildstæð könnun meðal allra lækna á Íslandi.“Ólafur Þór Ævarsson.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIMeðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Við vissum það svo sem fyrir fram að læknar væru undir álagi en þarna er spurt um þetta á markvissan hátt. Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun.“ Samkvæmt könnuninni hugleiddi um helmingur lækna það á 12 mánaða tímabili sem hún náði til oft eða stundum að láta af störfum. „Margir læknar eru undir miklu álagi og margir hugleiða það að hætta eða reyna að skipta um starf og þá er ekki um margt annað að ræða en að fara til útlanda. Það eru ekki margir vinnustaðir fyrir alla þá sem eru mjög sérhæfðir og svo er heldur ekki auðvelt að færa sig um set innan kerfisins.“ Ekki reyndist mikill munur á afstöðu lækna eftir ólíkum starfsstöðvum. „Þetta virðist vera svipað yfir kerfið þannig að það er engin starfsstöð sem sker sig úr. Álagið er mjög mikið alls staðar og þess vegna er ekki hægt að beina gagnrýni til einhverra ákveðinna starfsstaða heldur gildir þetta um allt heilbrigðiskerfið.“ Ólafur segir að starfsálagið birtist ekki bara í því að mikið sé að gera hjá læknum, heldur líka í því að starfsaðstöðu sé ábótavant og mönnun kerfisins ekki næg. Þannig taldist aðeins fjórðungur starfsstöðva hæfilega mannaður en um 72 prósent þeirra undirmönnuð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira
„Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að líðan lækna er á þann hátt að úrbóta er þörf hvað varðar starfsaðstæður og stuðning við þá. Þó það sé svo sem ekki mitt að svara því hvað sé til ráða hlýtur að verða gripið til aðgerða í framhaldinu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um nýja könnun á líðan íslenskra lækna sem kynnt verður á Læknadögum í dag. Ólafur Þór, sem stýrði rannsókninni fyrir hönd meðferðar- og fræðslusetursins Forvarna, segir að um tímamótarannsókn sé að ræða en hún byggir á svörum 728 lækna sem er ríflega helmingur allra lækna á Íslandi. „Það hafa verið gerðar kannanir á ákveðnum starfsstöðvum en það hefur aldrei áður verið gerð svona viðamikil og heildstæð könnun meðal allra lækna á Íslandi.“Ólafur Þór Ævarsson.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIMeðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Við vissum það svo sem fyrir fram að læknar væru undir álagi en þarna er spurt um þetta á markvissan hátt. Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun.“ Samkvæmt könnuninni hugleiddi um helmingur lækna það á 12 mánaða tímabili sem hún náði til oft eða stundum að láta af störfum. „Margir læknar eru undir miklu álagi og margir hugleiða það að hætta eða reyna að skipta um starf og þá er ekki um margt annað að ræða en að fara til útlanda. Það eru ekki margir vinnustaðir fyrir alla þá sem eru mjög sérhæfðir og svo er heldur ekki auðvelt að færa sig um set innan kerfisins.“ Ekki reyndist mikill munur á afstöðu lækna eftir ólíkum starfsstöðvum. „Þetta virðist vera svipað yfir kerfið þannig að það er engin starfsstöð sem sker sig úr. Álagið er mjög mikið alls staðar og þess vegna er ekki hægt að beina gagnrýni til einhverra ákveðinna starfsstaða heldur gildir þetta um allt heilbrigðiskerfið.“ Ólafur segir að starfsálagið birtist ekki bara í því að mikið sé að gera hjá læknum, heldur líka í því að starfsaðstöðu sé ábótavant og mönnun kerfisins ekki næg. Þannig taldist aðeins fjórðungur starfsstöðva hæfilega mannaður en um 72 prósent þeirra undirmönnuð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira