66% lækna segjast vera undir of miklu álagi Sighvatur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 00:00 Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Vísir/Hanna Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands.Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.Vísir/GvendurEf litið er til þeirra sem vinna mest þá vinna 25% lækna 61-80 klukkustundir á viku og 4% lækna er í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku, sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem stýrði vinnu við könnunina, segir að tveir af hverjum þremur læknum séu undir ofurálagi. „Stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni. Þetta er áhyggjuefni. Ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta, vegna þess að einhverjir gætu sagt notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.“ Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu þrjá mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segja 47% kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það sem þessi könnun segir er að það sé mönnunin, skortur á starfsaðstöðu, skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski full litlu um sitt starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands.Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.Vísir/GvendurEf litið er til þeirra sem vinna mest þá vinna 25% lækna 61-80 klukkustundir á viku og 4% lækna er í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku, sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem stýrði vinnu við könnunina, segir að tveir af hverjum þremur læknum séu undir ofurálagi. „Stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni. Þetta er áhyggjuefni. Ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta, vegna þess að einhverjir gætu sagt notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.“ Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu þrjá mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segja 47% kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það sem þessi könnun segir er að það sé mönnunin, skortur á starfsaðstöðu, skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski full litlu um sitt starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira