Er umræðan um klukkustillingu á villigötum? Gunnlaugur Björnsson skrifar 21. janúar 2019 10:23 Enn á ný er umræða um stillingu klukkunnar áberandi í fjölmiðlum. Forkólfar og sérfræðingar í svefnrannsóknum stíga fram og minna okkur á mikilvægi þess að fá nægan svefn. Það sé ekki bara allra meina bót heldur stuðli að betra mannlífi og bættum samkiptum. Ég er algerlega sammála þessu, maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann t.d. vegna ferðalaga til annarra heimshluta. Við Íslendingar eru annálaðir svefnóreglumenn, drollum langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill. Mér sýnist á gömlum bókum að þessi eiginleiki Íslendinga sé kanski ekki nýtilkominn, sé jafnvel óháður tíma, hugsanlega kominn frá Noregi í árdaga. Nútíminn hefur þó líklega magnað hann upp. Fylgikvillar ónógs svefns geta svo með tímanum breyst í raunverulega líkamlega og andlega kvilla. Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild ef almenn óregla í svefni og svefnmynstri nær að ganga svo langt. Hvað er til ráða? Jú, breytum bara klukkustillingunni! Það er einföld og ódýr lausn. Læknar allt, líka raunverulega kvilla, líkamlega og andlega. Þessu halda sérfræðingar í svefnrannsóknum gjarna fram og virðast sannfærðir um að þetta sé rétt, segja ‘Rannsóknir sýna að …’. Þeir eru þá yfirleitt að vísa í rannsóknir á afleiðingum svefnskorts, en ekki niðurstöður skipulagðra rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkamlega og andlega heilsu. Mér hefur sjálfum ekki tekist að hafa upp á þannig rannsóknum. Ég tek það fram að ég er hlynntur núverandi stillingu klukkunnar því þannig fást flestar birtustundir á vökutíma fólks og um leið fleiri birtustundir eftir vinnudag, sem var aðalröksemdin fyrir flýtingu klukkunnar á sínum tíma. Það er þeim mun mikilvægara því norðar á jarðarkringlunni sem menn búa. Talsmönnum breyttrar klukkustillingar virtist líka hafa bæst liðsauki árið 2017 þegar Nóbels-verðlaun voru veitt fyrir rannsóknir á samspili dægursveiflu og lífklukku. Birtu- og myrkurbreytingar eru merkilegar þarna og þetta finnst mér mjög áhugarvert og spennandi rannsóknasvið. Verðlaunin voru bara ekki veitt fyrir rannsóknir á áhrifum klukkustillingar á lífklukkuna. Lífklukkan aðlagar sig eftir mætti að þeim birtu- og myrkurskilyrðum sem lífverur búa við. Það er ekki hægt að fjölga birtustundum sólarhringsins í skammdeginu. Hvergi hef ég séð rannsóknir á því að klukkustilling hafi áhrif á framgang eða bata lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Enda segir heitið allt sem segja þarf. Lífsstílssjúkdómar eru ekki klukkustillingarsjúkdómar. Ég hef heldur ekki heyrt lækni eða lækna taka undir það að breytt stilling klukkunar sé slík töfralausn sem haldið er fram og dugi til þess að lækna nánast allt sem nefnt er í umræðunni. Þvert á móti gera þeir margir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning sem þeim finnst jafnvel jaðra við snákaolíusölu. Ég hef fylgst með umræðu um klukkustillinguna í meira en 20 ár og er nógu gamall til að muna eftir ‘hringlinu’ með hana áður en núverandi stilling var fest. Sem betur fer heyrist mér enginn eða allavega fáir mæla með því að sá háttur verði tekinn upp aftur. Talsmenn breyttrar klukku nefna líka að Evrópusambandið stefni að því að fella niður þann sið innan sambandsins, sem gæti orðið nú í vor. Talsmennirnir nefna hins vegar ekki að hverju landi yrði þá frjálst að festa sinn tíma að vild og stefnir í að meirihluti þeirra, jafnvel flest, muni festa sína klukku á sumartíma eins og við höfum gert í hálfa öld. Fréttir herma einnig að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka upp flýtta flukku allt árið, hvað sem Brexit líður. Af hverju ætli það sé? Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að vinna með því á ónógum svefni og sjúkdómum. Kannski þeir hafi aldrei heyrt talað um klukkustillingu sem orsakavald. Kannski eru þeir búnir að átta sig á því að það er samfélagsgerðin, hraði alls í þjóðfélaginu og lífsstíllinn sem fólk kemur sér upp sem er aðalaorsakavaldurinn. Mér kæmi ekki á óvart þó menn réðust þá fyrst að þeim meinum og finnst raunar augljóst að íslensk stjórnvöld ættu að forgangsraða sínum áherslum í þá átt.Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er umræða um stillingu klukkunnar áberandi í fjölmiðlum. Forkólfar og sérfræðingar í svefnrannsóknum stíga fram og minna okkur á mikilvægi þess að fá nægan svefn. Það sé ekki bara allra meina bót heldur stuðli að betra mannlífi og bættum samkiptum. Ég er algerlega sammála þessu, maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann t.d. vegna ferðalaga til annarra heimshluta. Við Íslendingar eru annálaðir svefnóreglumenn, drollum langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill. Mér sýnist á gömlum bókum að þessi eiginleiki Íslendinga sé kanski ekki nýtilkominn, sé jafnvel óháður tíma, hugsanlega kominn frá Noregi í árdaga. Nútíminn hefur þó líklega magnað hann upp. Fylgikvillar ónógs svefns geta svo með tímanum breyst í raunverulega líkamlega og andlega kvilla. Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild ef almenn óregla í svefni og svefnmynstri nær að ganga svo langt. Hvað er til ráða? Jú, breytum bara klukkustillingunni! Það er einföld og ódýr lausn. Læknar allt, líka raunverulega kvilla, líkamlega og andlega. Þessu halda sérfræðingar í svefnrannsóknum gjarna fram og virðast sannfærðir um að þetta sé rétt, segja ‘Rannsóknir sýna að …’. Þeir eru þá yfirleitt að vísa í rannsóknir á afleiðingum svefnskorts, en ekki niðurstöður skipulagðra rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkamlega og andlega heilsu. Mér hefur sjálfum ekki tekist að hafa upp á þannig rannsóknum. Ég tek það fram að ég er hlynntur núverandi stillingu klukkunnar því þannig fást flestar birtustundir á vökutíma fólks og um leið fleiri birtustundir eftir vinnudag, sem var aðalröksemdin fyrir flýtingu klukkunnar á sínum tíma. Það er þeim mun mikilvægara því norðar á jarðarkringlunni sem menn búa. Talsmönnum breyttrar klukkustillingar virtist líka hafa bæst liðsauki árið 2017 þegar Nóbels-verðlaun voru veitt fyrir rannsóknir á samspili dægursveiflu og lífklukku. Birtu- og myrkurbreytingar eru merkilegar þarna og þetta finnst mér mjög áhugarvert og spennandi rannsóknasvið. Verðlaunin voru bara ekki veitt fyrir rannsóknir á áhrifum klukkustillingar á lífklukkuna. Lífklukkan aðlagar sig eftir mætti að þeim birtu- og myrkurskilyrðum sem lífverur búa við. Það er ekki hægt að fjölga birtustundum sólarhringsins í skammdeginu. Hvergi hef ég séð rannsóknir á því að klukkustilling hafi áhrif á framgang eða bata lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Enda segir heitið allt sem segja þarf. Lífsstílssjúkdómar eru ekki klukkustillingarsjúkdómar. Ég hef heldur ekki heyrt lækni eða lækna taka undir það að breytt stilling klukkunar sé slík töfralausn sem haldið er fram og dugi til þess að lækna nánast allt sem nefnt er í umræðunni. Þvert á móti gera þeir margir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning sem þeim finnst jafnvel jaðra við snákaolíusölu. Ég hef fylgst með umræðu um klukkustillinguna í meira en 20 ár og er nógu gamall til að muna eftir ‘hringlinu’ með hana áður en núverandi stilling var fest. Sem betur fer heyrist mér enginn eða allavega fáir mæla með því að sá háttur verði tekinn upp aftur. Talsmenn breyttrar klukku nefna líka að Evrópusambandið stefni að því að fella niður þann sið innan sambandsins, sem gæti orðið nú í vor. Talsmennirnir nefna hins vegar ekki að hverju landi yrði þá frjálst að festa sinn tíma að vild og stefnir í að meirihluti þeirra, jafnvel flest, muni festa sína klukku á sumartíma eins og við höfum gert í hálfa öld. Fréttir herma einnig að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka upp flýtta flukku allt árið, hvað sem Brexit líður. Af hverju ætli það sé? Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að vinna með því á ónógum svefni og sjúkdómum. Kannski þeir hafi aldrei heyrt talað um klukkustillingu sem orsakavald. Kannski eru þeir búnir að átta sig á því að það er samfélagsgerðin, hraði alls í þjóðfélaginu og lífsstíllinn sem fólk kemur sér upp sem er aðalaorsakavaldurinn. Mér kæmi ekki á óvart þó menn réðust þá fyrst að þeim meinum og finnst raunar augljóst að íslensk stjórnvöld ættu að forgangsraða sínum áherslum í þá átt.Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun