Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:29 Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37