Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 21:15 Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54