Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 16:46 Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. Vísir/Vilhelm Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins. Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins.
Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08
Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45
Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55
Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24
Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25