Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 13:24 Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjaramál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira