Affleck hættir sem Batman Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 11:28 Ben Affleck. Vísir/Getty Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein