Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Klæðning sjúkrahótelsins telst listaverk. Talsvert fé þarf í listfegrun á spítalanum líka. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30
Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28