Andlát belgísks manns sýnir fram á mikilvægi þess að kæla matinn hratt Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 18:42 Maðurinn eldaði sér spagettí með tómatsósu, sem dró hann til dauða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum