Andlát belgísks manns sýnir fram á mikilvægi þess að kæla matinn hratt Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 18:42 Maðurinn eldaði sér spagettí með tómatsósu, sem dró hann til dauða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira