Loftslagsflóttamenn Þorvaldur Gylfason skrifar 31. janúar 2019 07:00 Barselóna – Hvað voru Íslendingar að flýja þegar röskur fimmtungur þjóðarinnar, sumir segja fjórðungur, flutti vestur um haf 1870-1914? Fátækt, já, og einnig kulda eins og Vesturfarasafnið á Hofsósi vitnar um: „Hver kaldi veturinn rak annan með köldum sumrum í kjölfarið, ís lá að landinu, …„Íbúafjöldi landsins stóð í stað frá 1870 til 1890 og var þá enn um 70 þúsund. Til viðmiðunar voru Íslendingar um 35 þúsund við stofnun Alþingis 930. Áður en skipulegar vesturferðir hófust 1870 höfðu nokkrir Íslendingar farið til Júta í Bandaríkjunum eins og Halldór Laxness lýsti í Paradísarheimt og einnig til Brasilíu. Alls fóru um 15 til 20 þúsund manns vestur um haf í leit að betra lífi 1870-1914, en sumir sneru þó aftur heim. Um fjórðungur Svía fluttist um líkt leyti vestur um haf, ein milljón af fjórum. Báðar þjóðir hafa sömu sögu að segja. Forfeðrum okkar og formæðrum var tekið opnum örmum í Vesturheimi. Þannig vilja flóttamenn og aðrir nýbúar að komið sé fram við þá í nýjum heimkynnum.Bræðslupottar Saga heimsins er saga fólksflutninga. Þannig byggðust Ísland og Ameríka. Og þannig byggðist heimurinn þegar frumbyggjarnir dreifðu sér út um allar jarðir frá Afríku. Öldin sem leið vitnar um vel heppnaða fólksflutninga, stundum þó af illum tilefnum, og vitnar einnig um illa dregin landamæri og ófrið af þeirra völdum. Bandaríkin byggðust sem bræðslupottur, sannkallað innflytjendaríki þar sem ólíku fólki ægir saman. Evrópa er nú einnig orðin að bræðslupotti. Fjöldi íbúa Sviss sem er fæddur utan landsins er 28%, tvisvar sinnum hærra hlutfall en í Bandaríkjunum. Fjöldi íbúa Norðurlanda sem er fæddur utan lands er orðinn svipaður og vestra: 12% í Danmörku, 14% á Íslandi, 15% í Noregi og 18% í Svíþjóð. Finnland sker sig úr með sín 6%. Reynslan sýnir að fólk af ólíkum uppruna á yfirleitt auðvelt með að búa saman í sátt og samlyndi. Hörundslitur skiptir flest fólk ekki meira máli en augnlitur. Þannig er t.d. Singapúr. Og þannig er Höfðaborg, eða var þar til aðskilnaðarsinnar hófu ofsóknir gegn lituðu fólki um og eftir miðja síðustu öld.Stríð og steikjandi hiti Líkt og Íslendingar og Svíar eru margir Austurríkismenn, Ítalar, Pólverjar, Spánverjar, Tékkar, Ungverjar, Þjóðverjar o.fl. þakklátir gestgjöfum sínum í Ameríku fyrir að hafa tekið þeim tveim höndum þegar þeir flúðu undan ógnarstjórn nasista, fasista og kommúnista í heimalöndum sínum á síðustu öld. Mörgum Evrópubúum finnst því sjálfsagt að taka við fólki sem leitar nú til þeirra á flótta undan stríði og steikjandi hita. Stríðsflóttamenn eru kapítuli út af fyrir sig. Næstum fjórðungur Sýrlendinga, fimm milljónir af 22, hafa flúið landið frá því borgarastyrjöldin þar brauzt út 2011, flestir til Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Meðal Evrópulanda hafa Þýzkaland og Svíþjóð tekið við flestum sýrlenzkum flóttamönnum. Straumurinn hefur hjaðnað frá 2015. Loftslagsflóttamenn eru annað mál og óvenjulegra þótt hliðstæð dæmi séu þekkt frá fyrri tíð eins og vesturferðir Íslendinga vitna um. Stríð og hitnandi loftslag eru hvort tveggja hörmungar af manna völdum. Straumur flóttamanna frá Afríku að ströndum Grikklands, Ítalíu, Spánar o.fl. Miðjarðarhafslanda síðustu ár stafar einkum af hlýnun loftslags og meðfylgjandi vatnsskorti. Straumurinn á trúlega eftir að harðna. Flóttafólkið hættir lífi sínu í lekum bátum frekar en að stikna heima fyrir. Chad-vatn, ein helzta vatnsuppspretta 20 til 30 milljóna manna í afrísku eyðimörkinni, hefur minnkað að flatarmáli um 90%. Í fyrra, 2018, komu 134 þúsund manns sjóleiðina til Suður-Evrópu, Sýrlendingar, Afríkumenn og aðrir, borið saman við 180 þúsund manns árið áður. Íbúar Evrópu hafa tekið við flestu þessu fólki, minnugir þess hversu vel þeim var tekið þegar þeir þurftu sjálfir að flýja að heiman. Við bætist vitneskjan um að ríkar þjóðir í Ameríku og Evrópu bera mun meiri ábyrgð en fátækari lönd á hitnandi loftslagi. Margir Evrópumenn hafa áhyggjur af innstreyminu, einkum þeim nýbúum sem sýna því lítinn áhuga að semja sig að siðum heimamanna og halda jafnvel sumir áfram að fremja heiðursmorð eins og heima hjá sér. Það er að sönnu sjaldgæft, en við slíkt er ekki búandi. Gestgjafareglan Hér kemur gestgjafaregla Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings til skjalanna og bregður birtu á vandann. Gesturinn getur því aðeins ætlazt til að vera velkominn að hann semji sig skv. reglunni að siðum gestgjafans. Þessa reglu virtu Íslendingar, Svíar og aðrir í Vesturheimi. Þessa reglu virða næstum allir nýbúar, hver á sínum stað, og hana þurfa sýrlenzkir flóttamenn og aðrir einnig að virða. Gestgjafinn hefur framfylgd reglunnar á heimavelli í hendi sér. Sé reglunni ekki framfylgt geta illskeyttir öfgamenn náð að magna óvild í garð flóttamanna svo sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur reynt og einnig t.d. Victor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. Þeir höfða hvorugur til heilbrigðra menningar- og varðveizlusjónarmiða heldur til innhverfrar þjóðrembu og rasisma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Barselóna – Hvað voru Íslendingar að flýja þegar röskur fimmtungur þjóðarinnar, sumir segja fjórðungur, flutti vestur um haf 1870-1914? Fátækt, já, og einnig kulda eins og Vesturfarasafnið á Hofsósi vitnar um: „Hver kaldi veturinn rak annan með köldum sumrum í kjölfarið, ís lá að landinu, …„Íbúafjöldi landsins stóð í stað frá 1870 til 1890 og var þá enn um 70 þúsund. Til viðmiðunar voru Íslendingar um 35 þúsund við stofnun Alþingis 930. Áður en skipulegar vesturferðir hófust 1870 höfðu nokkrir Íslendingar farið til Júta í Bandaríkjunum eins og Halldór Laxness lýsti í Paradísarheimt og einnig til Brasilíu. Alls fóru um 15 til 20 þúsund manns vestur um haf í leit að betra lífi 1870-1914, en sumir sneru þó aftur heim. Um fjórðungur Svía fluttist um líkt leyti vestur um haf, ein milljón af fjórum. Báðar þjóðir hafa sömu sögu að segja. Forfeðrum okkar og formæðrum var tekið opnum örmum í Vesturheimi. Þannig vilja flóttamenn og aðrir nýbúar að komið sé fram við þá í nýjum heimkynnum.Bræðslupottar Saga heimsins er saga fólksflutninga. Þannig byggðust Ísland og Ameríka. Og þannig byggðist heimurinn þegar frumbyggjarnir dreifðu sér út um allar jarðir frá Afríku. Öldin sem leið vitnar um vel heppnaða fólksflutninga, stundum þó af illum tilefnum, og vitnar einnig um illa dregin landamæri og ófrið af þeirra völdum. Bandaríkin byggðust sem bræðslupottur, sannkallað innflytjendaríki þar sem ólíku fólki ægir saman. Evrópa er nú einnig orðin að bræðslupotti. Fjöldi íbúa Sviss sem er fæddur utan landsins er 28%, tvisvar sinnum hærra hlutfall en í Bandaríkjunum. Fjöldi íbúa Norðurlanda sem er fæddur utan lands er orðinn svipaður og vestra: 12% í Danmörku, 14% á Íslandi, 15% í Noregi og 18% í Svíþjóð. Finnland sker sig úr með sín 6%. Reynslan sýnir að fólk af ólíkum uppruna á yfirleitt auðvelt með að búa saman í sátt og samlyndi. Hörundslitur skiptir flest fólk ekki meira máli en augnlitur. Þannig er t.d. Singapúr. Og þannig er Höfðaborg, eða var þar til aðskilnaðarsinnar hófu ofsóknir gegn lituðu fólki um og eftir miðja síðustu öld.Stríð og steikjandi hiti Líkt og Íslendingar og Svíar eru margir Austurríkismenn, Ítalar, Pólverjar, Spánverjar, Tékkar, Ungverjar, Þjóðverjar o.fl. þakklátir gestgjöfum sínum í Ameríku fyrir að hafa tekið þeim tveim höndum þegar þeir flúðu undan ógnarstjórn nasista, fasista og kommúnista í heimalöndum sínum á síðustu öld. Mörgum Evrópubúum finnst því sjálfsagt að taka við fólki sem leitar nú til þeirra á flótta undan stríði og steikjandi hita. Stríðsflóttamenn eru kapítuli út af fyrir sig. Næstum fjórðungur Sýrlendinga, fimm milljónir af 22, hafa flúið landið frá því borgarastyrjöldin þar brauzt út 2011, flestir til Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Meðal Evrópulanda hafa Þýzkaland og Svíþjóð tekið við flestum sýrlenzkum flóttamönnum. Straumurinn hefur hjaðnað frá 2015. Loftslagsflóttamenn eru annað mál og óvenjulegra þótt hliðstæð dæmi séu þekkt frá fyrri tíð eins og vesturferðir Íslendinga vitna um. Stríð og hitnandi loftslag eru hvort tveggja hörmungar af manna völdum. Straumur flóttamanna frá Afríku að ströndum Grikklands, Ítalíu, Spánar o.fl. Miðjarðarhafslanda síðustu ár stafar einkum af hlýnun loftslags og meðfylgjandi vatnsskorti. Straumurinn á trúlega eftir að harðna. Flóttafólkið hættir lífi sínu í lekum bátum frekar en að stikna heima fyrir. Chad-vatn, ein helzta vatnsuppspretta 20 til 30 milljóna manna í afrísku eyðimörkinni, hefur minnkað að flatarmáli um 90%. Í fyrra, 2018, komu 134 þúsund manns sjóleiðina til Suður-Evrópu, Sýrlendingar, Afríkumenn og aðrir, borið saman við 180 þúsund manns árið áður. Íbúar Evrópu hafa tekið við flestu þessu fólki, minnugir þess hversu vel þeim var tekið þegar þeir þurftu sjálfir að flýja að heiman. Við bætist vitneskjan um að ríkar þjóðir í Ameríku og Evrópu bera mun meiri ábyrgð en fátækari lönd á hitnandi loftslagi. Margir Evrópumenn hafa áhyggjur af innstreyminu, einkum þeim nýbúum sem sýna því lítinn áhuga að semja sig að siðum heimamanna og halda jafnvel sumir áfram að fremja heiðursmorð eins og heima hjá sér. Það er að sönnu sjaldgæft, en við slíkt er ekki búandi. Gestgjafareglan Hér kemur gestgjafaregla Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings til skjalanna og bregður birtu á vandann. Gesturinn getur því aðeins ætlazt til að vera velkominn að hann semji sig skv. reglunni að siðum gestgjafans. Þessa reglu virtu Íslendingar, Svíar og aðrir í Vesturheimi. Þessa reglu virða næstum allir nýbúar, hver á sínum stað, og hana þurfa sýrlenzkir flóttamenn og aðrir einnig að virða. Gestgjafinn hefur framfylgd reglunnar á heimavelli í hendi sér. Sé reglunni ekki framfylgt geta illskeyttir öfgamenn náð að magna óvild í garð flóttamanna svo sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur reynt og einnig t.d. Victor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. Þeir höfða hvorugur til heilbrigðra menningar- og varðveizlusjónarmiða heldur til innhverfrar þjóðrembu og rasisma.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun