Læmingjar í Reykjavík Jón Hálfdanarson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar