Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann. Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann.
Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira